B ordeaux í Frakklandi. Borgin sjálf per se er ekkert endilega kunn íbúum heimsins en héraðið og það sem aðallega er framleitt þar er hins vegar á hvers manns vörum og það bókstaflega.

Fátt annað en vínekrur sjást í sveitum í og við Bordeaux og víða gefst færi að stoppa og kynna sér vörur bændanna. Mynd elprimerpaso
Frönsk vín, að kampavíni frátöldu, þykja vart betri en séu þau frá vínekrum Bordeaux héraðs þó reyndar vín frá öðrum löndum veiti Bordeaux vínunum sífellt harðari samkeppni.
Það kaldhæðnislegasta við minnkandi sölu Bordeaux vínanna á heimsvísu er sú merka staðreynd að mikill fjöldi þeirra vína sem eru nú að skáka þeim frönsku koma úr berjum sem í upphafi fundust aðeins í Bordeaux héraði.
Það á til dæmis við um mörg vínanna frá Suður Ameríku sem fá sífellt betri dóma ár frá ári. Hin fræga þrúga Cabernet Sauvignon kemur upprunalega frá svæðum á borð við Haut-Medoc og Graves sem eru bæði í vesturhluta Bordeaux. Merlot þrúgan á rætur að rekja til austurhluta sama svæðis kringum Pomerol og St.Emilion.
En auðvitað er verið að gleyma verðlaunaþrúgunni sem sannarlega er fremst í flokki þegar gæði vína frá latnesku Ameríku ber á góma. Malbec er eins innfædd argentínsk þrúga og hægt er að finna eða hvað?
Rangt. Malbec kemur líka upprunalega frá svæðum Bordeaux og þó ekki sé hún ofarlega á lista vínframleiðenda þar eru vín úr þeirri þrúgu enn framleidd þar í litlu magni. Það má því með sanni segja að Bordeaux hérað sé sannarlega mekka vínsins hvort sem þeirra eigin vín rokka eður ei.
Þótt vín Bordeaux eigi undir högg að sækja á það ekki við um vínferðir í héraðinu. Þvert á móti er mikill áhugi á slíkum ferðum og illu heilli slíkar ferðir lítt verið í boði hérlendis. Þá er vart annað til ráða en líta út fyrir landsteina. Hér eru nokkur fyrirtæki sem þykja bjóða hvað bestar og skemmtilegastar vínferðir um Bordeaux og nágrenni.