N ew York er ár eftir ár á þeim listum tímarita og dagblaða sem hvað dýrastar þykja fyrir ferðafólk. Það virðist reyndar litlu breyta því ár eftir ár sækja fleiri og fleiri erlendir ferðamenn borgina heim.
En talsvert er hægt að dunda í þessari borg án þess að punga út dollurum í hvert sinn sem er ágætt enda New York töluvert dýr miðað við borgir heimsins.
Hér eru tíu hugmyndir:
♥ Fylgstu með Colbert eða öðrum sjónvarpsþáttum í beinni sem áhorfandi. Miðar hér.
♥ Fáðu ókeypis leiðsögn um borgina með heimamanni. Sjá hér.
♥ Fáðu allt að vita um Grant hershöfðingja, legstað hans og fróðleik um borgarastyrjöldina. Hér.
♥ Hið fræga og flotta Whitney safn er ókeypis skoðunar á föstudögum. Hafið bak við eyra að safnið er flutt. Hér.
♥ Ekkert kostar að rölta inn í borgarbókasafnið sem er mikil og merkileg bygging. Hér.
♥ Undraheim Sony í Sony Wonder Lab er ókeypis að upplifa. Hér.
♥ Ýmislegt forvitnilegt að sjá í Rockefeller byggingunni án þess að greiða fyrir. Hér.
♥ Á föstudögum greiðir þú það sem þú vilt til að komast inn í sædýrasafn borgarinnar. Hér.
♥ Allt sem þú vildir vita um menningu svartra í borginni í Schomberg Center. Hér.
♥ Fallega garða og gróðurhús er að finna í Wave Hill í Bronx. Ókeypis virka daga. Hér.