S érðu þetta fyrir þér: örlítil afskekkt sólrík eyja á kóralrifi í Karíbahafinu þar sem enginn í veröldinni truflar þig, köfun og snorkl á heimsmælikvarða og þú getur veitt í soðið daglega. Einhver farin að slefa?

Þessi litla eyja getur orðið þín í nokkra daga eða vikur. Skjáskot

Efalítið draumur margra þarna úti að dvelja á slíkum stað þó ekki sé nema dag eða tvo. Svona áfangastað sem efalítið situr ofarlega í kollinum eftirleiðis fram á dauðadag.

Það er vissulega enginn sár skortur á litlum eyjum í Karíbahafinu en þær fæstar byggðar, enn færri aðgengilegar sísona fyrir erlenda ferðamenn og á sárafáum þeirra yfirhöfuð heimilt að dvelja á.

Það er þó minnst ein undantekning á þessu. Bird Island, Fuglaeyja, sex kílómetra undan ströndum Belís. Agnarlítil eyja sem ferðaþjónustuaðilar hafa gert vistvæna með nokkrum þunnum kofum sem hýsa sex fullorðna með góðu móti. Enginn lúxus í boði en þó kælir og frystir og aðrar nauðsynjar svona til að njóta vandræðalítið í nokkra daga eða svo. Hægt er að leigja köfunarbúnað, kajaka og heimamaður reiðubúinn að sigla með áhugasama í veiðiferð hvenær sem þeim hentar.

Þessa ágætu litlu eyju er hægt að leigja í heild sinni fyrir þetta 50 til 90 þúsund krónur per nótt og það gegnum Airbnb.

En ekki heilluð? Kíktu á þetta myndband hér:

Bird Island, Belize from Nate Reininga on Vimeo.