Það er fegurð í öllu undir sólinni. Það á við um allt fólk, allar þjóðir og öll lönd. Stundum þarf bara að kafa aðeins dýpra eftir þessu yndislega. Það á sannarlega við um fátæku Búlgaríu.

Fátækt land en miklar og langar fallegar hefðir sem ekki finnast á sólarströndunum. Skjáskot

Þaðan koma litlar fréttir almennt og þá helst fregnir af heldrukknum sóldýrkendum í strandborginni Varna við Svartahaf eða hræbillegum tannlæknum í höfuðborginni Sófía.

En Búlgaría er meira en það. Töluvert meira eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.

Þetta er eldgömul þjóð sem samanstendur af minnst fjórum afar mismunandi þjóðarbrotum: slavneskum, grískum, tyrkneskum og meira að segja persískum. Ekki slæm blanda ef þú spyrð okkur.

Sökum fátæktar, Búlgaría er tíunda fátækasta ríki Evrópu, er hér vel hægt að gera vel við sig og sína án þess að kosta miklu til. Samkvæmt breskri úttekt hefur Búlgaría verið ódýrasta land álfunnar tvö ár í röð og það var fyrir kórónafaraldurinn. Miði í strætó eða jarðlest kostar 130 kall. Tvíréttað á góðu veitingahúsi kringum 1500 kall og leiga í höfuðborginni Sófía 78% lægri en í Reykjavík þegar þetta er skrifað.

Út með þig 🙂