Skip to main content

Æ ði margir, ekki síst kynþáttahatarar og slík dusilmenni, gleyma því oft að mannkyn allt má rekja til Afríku. Við erum, með öðrum orðum, öll Afríkanar. Við hér á klakanum bara Afríkanar sem elska kulda og vosbúð 🙂

Tiltölulega öruggt land og kjaftfullt bæði af mögnuðum hlutum og náttúrufegurð. Skjáskot

Kannski það bara óskhyggja en í þau níu skipti sem ritstjórn Fararheill hefur álpast inn í þessa fyrrum „myrku” heimsálfu hefur okkur undantekningarlaust liðið prímavel. Það jafnvel þó við séum á stöðum sem teljast gætu vafasamir samkvæmt fréttamiðlum.

Einn slíkur staður er smáríkið Rúanda. Samanklesst á milli stórríkjanna Tansaníu og Kongó og ekki er sagan ríkinu hliðholl. Það ekki nema rúm 20 ár síðan þar urðu einhverjar blóðugustu þjóðernishreinsanir síðan Adolf litli var og hét í Þýskalandi.

En það er þetta með að dæma ekki konuna af kápunni. Það er nefninlega þokkalega samdóma álit þeirra sem Rúanda heimsækja að óvíða sé meiri náttúrufegurð. Óvíða fleiri forvitnilegar dýra- og plöntutegundir og óvíða meiri almenn kurteisi og lipurð gagnvart erlendu ferðafólki.

Við erum að setja saman vegvísi um þessa ágætu þjóð og landið hennar. Þangað til er ekki fráleitt fyrir þau ykkar sem elska staði sem eru utan alfararleiða að reka augun í þessi tvö kynningarmyndbönd frá ferðamálaráði Rúanda. Tökum þó skýrt fram að sama ferðamálaráð niðurgreiddi ferð okkar til landsins duglega.

Það breytir ekki því að ýmislegt hér gæti komið á óvart 😉