AthyglivertInnblástur

Pork Pit rokkar feitast á Jamaíka

  15/05/2010maí 17th, 2014No Comments

Hádegi. Heitur en þægilegur vindurinn strýkur kinnar. Á borðinu fyrir framan þig er ferskur Jerk kjúklingur beint af heimatilbúnu grillinu og ískaldur Red Stripe bjór til að skola honum niður. Eftir þessa máltíðina ertu sáttur við að deyja drottni þínum í sátt við allt og allt.

Hljómar ljóðrænt kannski en þannig er það þegar stoppað er á besta grillhúsi Jamaíka, Pork Pit, sem staðsett er í bænum Montego Bay á norðvesturströnd þessarar yndislegu eyju. Það var hrein tilviljun að ristjóri Fararheill.is rataði inn á þennan stað af þeim hundruðum sem á svæðinu eru en ekki fór milli mála eftir fyrstu bitana að þessi var verulega sérstakur. Aðeins eftir að heim var komið varð hann þess var að fleiri ferðalangar en hann sjálfur voru sammála um að staðurinn væri sá besti af mörgum góðum.

Krydd eru vinsæl á Jamaíku og í raun ein helsta útflutningsvara eyjarinnar og mikil samkeppni ríkir meðal veitingastaða umað bjóða þjóðarréttina með sem bestu „jerki.“Jerk þýðir ekki annað en krydd og heimamenn krydda allt sem þeir geta. Er óhætt að mæla hundrað prósent með kjúklingi, svína eða nautakjöti sem þannig er unnið því bragðið er algjörlega einstakt og ilmurinn og bragðið gleymist aldrei. Skal þó hafa varann á og panta milt kryddað en ekki vel kryddað því reynslan er sú að þúsund bjórar duga vart til að kæla meðalmanninn niður eftir vel kryddaða máltíð.
Pork Pit er opið allan daginn en nýgrillað kjötið fæst aðeins um hádegi dag hvern. Staðurinn er að Gloucester Avenue en það nægir að spyrja næsta mann því allir vita hvar hann er staðsettur ef vafi leikur á.