Þ ó deila megi um hversu yndisleg Chicago í Bandaríkjunum er að vetrarlagi er fáum blöðum um að fletta að hún er súperdúper að sumarlagi. En ef svo vill til að þú færð nóg af svo góðu þar í borg er óvitlaust að skjótast hálfan dag til krummaskuðs nokkurs í grenndinni: Des Plaines.

Ekki stórmerkilegt en samt.... Mynd McDonalds

Ekki stórmerkilegt en samt…. Mynd McDonalds

Hvað gæti svo verið að finna merkilegt í krummaskuði í nágrenni Chicago?

Merkilegheitin fara eftir smekk fólks en í bænum Des Plaines, sem í dag er nánast úthverfi Chicagoborgar, er að finna fyrsta McDonalds veitingastað heims.

Segið svo að allt sé ekki hægt 🙂

Það var nefninlega í þessum bæ, sem var öllu minni á sjötta áratug síðustu aldar en hann er nú, að Ray nokkur Kroc setti á fót hamborgarastaðinn McDonalds.

Þó fjölmargir hugsi McDonalds vont til glóðarinnar nú á dögum þá verður að teljast mikið afrek að opna litla búllu í krummaskuði í Illinois sem svo gekk vel að nánast hvert einasta mannsbarn í veröldinni þekkir vörumerkið atarna fimm áratugum síðar. Það er afrek burtséð frá öllum pælingum um hollustu, eða óhollustu, þess sem fyrirtækið selur í öllum heimshlutum í dag.

Staðurinn sem um ræðir við 400 North Lee stræti í Des Plaines, er nú safn að mestu en auðvitað má þar fá borgara og með því eins og annars staðar í heiminum.

PS: Þetta er sérdeilis flott stopp ef þú ert á leið út á flugvöll frá Chicago en átt tíma til að eyða og líkar ekki langtímaseta á hörðum bekk á O’ Hare flugvellinum. Des Plaines er nefninlega næsti bær við þann vinsæla flugvöll.