Skip to main content

F yrir tveimur árum síðan var ein úr ritstjórn rekin upp úr heitri náttúrulaug í Landmannalaugum með skít og skömm eftir að hafa álpast í laugina nakin eins og þegar viðkomandi kom í heiminn. Eftir reiðilestur frá (erlendum) starfsmönnum svæðisins hélt viðkomandi sína leið aldeilis gáttuð.

Japönsk náttúrlaug á Hokkaido. Það er stranglega BANNAÐ að fara ofan í slíkar laugar í fatnaði af neinu taginu.

Það er illu heilli hvergi lengur í lagi að baða sig í náttúrulaugum landsins í fæðingarfötunum eins og raunin hefur verið frá aldaöðli.

Fávísum bandarískum ferðalögum blöskrar slíkt enda pjúra dónaskapur að þeirra mati að bera tippaling eða pjöllu og ferðaþjónustuaðilar flestir sleikja erlenda rassa eins og þeir séu kandífloss og skeyta lítt um hefðir og venjur landsmanna. Við skítaplebbarnir verðum sem sagt að breyta háttum okkar til að þóknast erlendu ferðafólki.

Heitar náttúrlaugar? Tonn af þeim í Japan.

Öðru gildir um Japani. Þeir beygja sig fyrir engum. Sérstaklega hvað varðar heitar náttúrlaugar þess lands en þar sem Japan er eldfjallaeyja eins og Ísland má þar finna hvorki fleiri né færri en 27 þúsund heitar náttúrulaugar sem skráðar eru í landinu.

Japanir kalla þær onsen og þær finnast nánast um allt landið en langflestar þó á eynni Hokkaido. Hundrað prósent nekt er skylda ef þig langar að njóta. Annars skaltu bara halda þig fjarri.

Svona eiga menn að vera og standa á sínu enda mannslíkaminn, hvort sem er karlkyns eða kvenkyns, ekkert til að skammast sín fyrir.