M argir þeir sem ferðast hafa til landa Asíu kannast við að hafa fengið svokallað nartfótanudd en slíkt er víða í boði og svo vinsælt meðal erlendra ferðamanna að slíkt er meira að segja í boði í flestum verslunarmiðstöðvum.

Mikið og stórt uppistöðulón uppi í fjöllum Granada héraðs á Spáni er kjörinn áfangastaður fyrir ferðafólk sem vill sjá eitthvað öðruvísi. Og hefur áhuga að synda með fiskunum. Mynd TonioMora

Þar setur fólk fætur sína ofan í bala eða ker og sérstök tegund smáfiska hefjast umsvifalaust handa við að narta allt dautt skinn af fótum fólks. Tíu mínútum síðar er áttrætt fólk skyndilega komið með fætur eins og ungabörn.

Þetta er ekki fyrir alla enda fiskarnir oft gráðugir og nart þeirra, því þeir eru of litlir til að bíta alvarlega, finnst þó mætavel og stöku bit geta meitt lítið eitt.

Öllu færri vita að á tiltölulega afviknum stað á Spáni er hægt að synda í tæru og djúpu uppistöðulóni og forvitnir fiskar lónsins synda gjarnan þétt með þér. Þeir bíta ekki þó tiltölulega stórir séu en setja ekkert fyrir sig að rekast í þig á sundi eða fyrir kemur að þeir narta örlítið í skinn.

Lón þetta er Pantano de Negratin skammt frá smábænum Baza í Granada héraði Spánar en það sem gerir sundsprett þar um slóðir ekki svo fráleitan er að í grennd við lónið er að finna töluvert af þeim hellahúsum sem fræg eru vel út fyrir héraðið.

Þau sjást víða ef ekið er um hér um slóðir og verið að gera fjölda þeirra upp. Til að skoða þau í nærmynd er smáþorpið Freila vel þess fallið en það þorp er auk smáþorpsins Zujar nánast á bakka Negratin lónsins.

Svæðið allt er skemmtilegt þvælingar jafnvel þó sundsprettur með fiskunum heilli lítið. En við lónið eru á minnst tveimur stöðum ferðaþjónustuaðilar sem bjóða siglingar og netta aðstöðu fyrir sóldýrkendur.


View Sundsprettur í Negratin lóninu in a larger map