F yrir ekki svo löngu síðan hitti einn úr ritstjórn hóp Bandaríkjamanna á knæpu í miðborg Reykjavíkur. Kanarnir allir á heimleið eftir vikutúr svo sjálfsagt að spyrja hvað Ísland hefði skilið eftir í sálinni. Jú, Golden Circle var „brilljant“ og snjósleðaferð á jökli „súperdúper.“ En toppurinn á öllu var íslenska kvenfólkið sem þótti bera af í fegurð og undanlátssemi.

Ekkert merkilegt í Perú annað en Machu Picchu? Þvílík fjarstæða.
Ofangreind yfirlýsing minnti töluvert á ummæli íslensks manns sem eyddi þremur vikum í Perú fyrir nokkrum árum síðan og kom heim muldrandi um að Machu Picchu væri nú ekki alveg jafn stórkostleg og af væri látið. Þess utan væri ekkert sérstakt að sjá eða gera í Perú.
Við nefnum engin nöfn en báðir ofangreindir aðilar hafa mjög líklega farið langa leið undir því yfirskyni að upplifa merka staði, öðlast aukna visku og þor þegar allt bendir til að þeir hafi kannski aðeins ferðast til allt annarra og yfirborðskenndari hluta.
Því hvaða skítabelgir ferðast langar leiðir til að vitna Gullfoss, Mývatn, Machu Picchu, Yellowstone, Vatikanið í Róm, Ægissif í Istanbúl, Taj Mahal, gullturnana í Yangon, píramídana í Egyptalandi, Stonehenge, sandborgina Bam, kalksteinshella Mexíkó, heitar laugar Bath, kaffiekrur Jamaíka, eyjur Skotlands, strendur Filippseyja, leirhermenn Kínverja, skíðasvæði Norður-Kóreu eða Kóralrifið mikla við Ástralíu og finnst lítið til koma í samanburði við stelpurnar á barnum…
Það þarf jú aðeins að rabba stundarkorn við erlenda gesti hvarvetna til að vita að fólk er oft ekki með öllum mjalla 😉
Fyrir hina hugsandi er óhætt að benda á að Perú er svo mokfullt af forvitnilegum stöðum að leitun er að öðru eins. Eins og meðfylgjandi myndband gefur vísbendingu um.
-thg