E inn merkra staða heimsins sem öllum er hollt og gott að heimsækja einu sinni á ævinni er Miklagljúfur vestur í Bandaríkjunum en þetta mikla náttúruundur er eitt af fáum sem sjáanlegt er frá geimnum ásamt Kínamúrnum og píramídunum í Egyptalandi.

Nú er hægt að ganga Miklagljúfur fram og aftur í sýndarveruleika uppi í rúmi í Grafarholtinu ef því er að skipta. Google Street View búið að kortleggja þetta mikla náttúruundur í tætlur.

Sumum reyndar er ekki gefið að komast á staðinn og geta ýmsar ástæður verið þar að baki. Meðal annars er ekki neitt sáraeinfalt að komast á staðinn frá Íslandi og sannarlega ekki ódýrt.

En nú hafa gárungar hjá Google Street View loks lokið við að mynda gljúfrið í bak og fyrir með sínum merkilegu upptökuvélum og árangurinn framar vonum.

Þar má sjá alla helstu útsýnis- og göngustaði í þessu mikla gljúfri í þægindum í sófanum heima og annaðhvort látið sig dreyma um ferð eða hreinlega látið streetview nægja.

Hér má til dæmis finna eina vinsælustu gönguleið niður í gljúfrin Bright Angel Trail. Hér má líta niður ofan af toppnum og virða fyrir sér útsýnið. Og hér gefur að líta hið magnaða Kolóradófljót í nærmynd.