Skip to main content

Í fjárhagslegum samanburði við nágranna sína Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádí-Arabíu, Katar og Kúveit er Óman bara láglaunaplebbi úr Breiðholtinu. En líkt og Breiðholtið, sem státar af fimm stjörnu útsýni umfram dýrari hverfi höfuðborgar Íslands, þá státar Óman líka af ýmsu sem þú ferð á mis við í grenndinni.

Úr fjallasölum Óman má sjá víða til sjávar og sveita. Skjáskot

Margir gera sér ekki grein fyrir að það eru einungis 50 til 100 kílómetrar frá fokdýrum lúxusströndum Abu Dhabi og Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til landamæra Óman. Þar finnast strendur sem jafnast fyllilega á við það sem nágranninn býður upp á og töluvert extra umfram það.

Óman hefur, ólíkt Sameinuðu arabísku furstadæmunum, yfir landslagi að ráða.

Hér er ekki allt marflatar sandauðnir og allt snautt af gróðri. Þvert á móti eru fjöll og firnindi í Óman. Fjöll og firnindi sem freista jafnt fjallaklifrara og klettadýfingarmanna. Verslanir sem heilla kaupóða því verðlag hér er 30 – 40 prósent lægra almennt en í Dúbaí svo dæmi sé tekið. Söguþyrstir finna hér enn þorp byggð úr leir frá níunda öld og þorpsbúa sem nota kameldýr til annars en sýnast fyrir ferðamönnum.

Í ofanálag hefur stórvesír Óman skipað þegnum sínum að sýna erlendu ferðafólki fyllstu kurteisi og lipurð. Ástæða þess ekki sú að stórvesírinn elski ferðafólk heldur sú að ólíkt nágrannalöndum eru olíulindir landsins á þrotum. Olía frá Óman mun heyra sögunni til eftir tuttugu ár eða svo því þá tæmast lindir landsins.

Það aftur merkir að það bráðliggur á að færa efnahag landsins frá olíutekjum og að heilla ferðafólk er eitt af því fáa sem Óman getur gert til að bæta upp tapið af olíuleysinu í hvínandi hvelli. Og það hafa þeir gert svo um munar. Hér er fjöldi sérstakra löggæslumanna sem eingöngu fylgjast með að ekki sé svindlað og svínað á ferðamönnum og með feita samkeppni handan landamæranna er mestöll afþreying hér um slóðir verulega mikið ódýrari en annars væri raunin. Enn sem komið er…

In Oman – 2014 from Vincent Urban on Vimeo.