A llmargir Íslendingar velta fyrir sér ár hvert að ganga Pílagrímaleiðina svokölluðu, eða Jakobsveginn, til Santiago í því skyni að hreinsa huga og sál eða bara taka góðan göngutúr sem lifir í minningu fram á dauðadag.
Einn aðili úr ritstjórn Fararheill hefur gengið hluta Pílagrímaleiðarinnar og heimildarkvikmynd um slíka göngu Thors Vilhjálmssonar, rithöfundar, vakti mikla athygli fyrir nokkrum misserum. Á vef Fararheill er að finna ýmsar upplýsingar um ferð þessa.
Kvikmyndin um göngu Thors er ágæt en ritstjórn rakst á kvikmynd eina sem gerir ferðalagi þessu einnig ágæt skil. Er þetta kvikmyndin The Way með Hollywood stjörnunni Martin Sheen í aðalhlutverki manns sem ákveður að heiðra minningu látins sonar með því að fara Jakobsveginn allan. Þó vissulega sé melódramatískur Hollywood blær yfir öllu saman tekst að gera gönguna bæði raunverulega og mörgum þykir ekki verra að hafa smá drama með.
Í öllu falli er þetta kvikmynd sem þeir sem íhuga slíkt ferðalag ættu að kynna sér því allar upplýsingar eru betri en engar. Jafnvel þótt Hollywood bragð sé að.




