L andamæri Þýskalands eru skrýtnari en jútjúbmyndbörn Samherja. Það helgast af því að fávísir breskir, rússneskir og bandarískir diplómatar fengu öllu ráðið um þau landamörk í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Gott dæmi um það er það sem er sennilega fallegasta vatnasvæði Þýskalands sem finnst vel til suðurs frá Salzburg í Austurríki.

Tiltölulega hreint og tært stöðuvatn við rætur Alpafjalla er snilldin ein 🙂

Königsee heitir fyrirbærið og er algjört möst fyrir alla þá sem fljúga til Munchen eða Salzborgar og ætla að skoða herlegheit í grennd.

Klárlega mikið að sjá og vitna á þessum slóðunum en ef náttúrufegurð er hátt á listanum er Königsee númer eitt, tvö og þrjú.

Hér um að ræða eitt stærsta stöðuvatn Þýskalands. Eitt hreinasta stöðuvatn Þýskalands og eitt tærasta stöðuvatn Þýskalands.

Það tekur tæpar tvær stundir að komast hingað bílandi frá Munchen sem er næsta þýska stórborgin við vatnið góða. En ef þú tekur flugið til Salzborgar í Austurríki og heldur þaðan tekur túrinn að vatninu rétt um hálfa klukkustund.

Ekki aðeins er Königsee per se himneskt að sjá og upplifa heldur og er vatnið við rætur hinna kostulegu Alpafjalla og allt umhverfið er fimm stjörnu og fyrsta flokks. Bátstúr hér er á pari við siglingu um hina kostulegu norsku firði ef þú spyrð okkur hér og siglingu hér er auðvelt að komast í alla daga ársins.

Það er mögulegt að kafa hér og jafnvel snorkla á góðviðrisdögum en þörfin á því er engin. Bátsferð nægir til að fylla brjóst og anda af einhverju sem þú finnur aldrei annars.

Algjört toppstopp ef á ferð um Þýskaland.