H ætt er við að væri Tító marskálkur Júgóslavíu á lífi yrði honum snögglega brátt í brók að vitna hvernig rammgert kjarnorkubyrgi sem karl lét byggja fyrir sig og sína er nú tímabundið orðið að allsérstöku listasafni.
Skýlið atarna, sem fékk hið frumlega nafn D-o á sínum tíma, er grafið langt inni í fjallshlíð Bjelasnica í landi Bosníu-Hersegóvínu. Eru þrjú hvít hús sem láta lítið yfir sér einu merki um mannabyggð á fjallinu en undir þeim er skýlið leynilega sem marskálkurinn heimsótti þó aldrei sjálfur.
Er skýlið nú notað sem umgjörð sýningarinnar Biennial sem fram fer árlega og hefur sú sýning líklega bjargað byrginu því upphaflega stóð til að rífa það niður. Nú trekkir það þó nokkurn fjölda fólks í staðinn enda ekki margt í Bosníu-Hersegóvínu sem annars freistar ferðafólks.
Nettur skriffinnskukeimur er þó af ferðamálunum í landinu. Til að skoða sýninguna og mannvirkið þarf aðeins að hafa fyrir hlutunum því panta þarf skoðunarferðir í eigin persónu á skrifstofu ferðamálaráðs Konjic héraðs og það með fimm daga fyrirvara.