Skip to main content

F áum á að koma á óvart að landinn sækir borgina Boston í Bandaríkjunum stíft heim þegar gera á alvöru innkaup. Ekki aðeins er borgin stútfull af fínum og fjölbreyttum verslunum og verslunarhverfum heldur og er verðlag merkilega gott þrátt fyrir sífellt veikari íslenska krónu.

Markaðsdagur í Boston. Fjöldi ágætra staða í borginni til verslunar.

Markaðsdagur í Boston. Fjöldi ágætra staða í borginni til verslunar.

Ekki þykir verra heldur að flugtími til Boston er ekki frámunalega langur og almennt líður fólki hér vel kannski að hluta til vegna þess að þetta er nánast evrópsk borg í mjög mörgu tilliti.

Stór hluti heldur rakleitt í afsláttarverslunarmiðstöðvar, outlet mall, og sú besta hér um slóðir er í bænum Wrentham nokkuð frá Boston sjálfri. Það getur borgað sig sé hugmyndin að fata upp heilu fjölskylduna en í borginni sjálfri er þó gnótt verslana sem selja vörur á afar góðu verði miðað við það sem fólk á að venjast í fákeppninni hér á Fróni.

Á neðangreindu korti má sjá alla helstu verslunarkjarna og verslunargötur Boston. Kemur sér vel í styttri ferðum að standa klár á hvert skal fara svo tími fari ekki til spillis.

Hins vegar er Boston líka nokkuð troðfull af smærri óþekktum en fráleitt lélegum verslunum hér og þar og sé tími fyrir hendi er stefnulaus þvælingur bara af hinu góða.

Endilega sýna lit og bóka gistingu gegnum tífaldan hótelbókunarmeistara hér að neðan. Allir njóta góðs af 🙂


View Helstu verslunargötur í Boston í Bandaríkjunum in a larger map