S outh Beach í Miami vissulega gæjalegur staður. International Drive í Orlandó mekka skyndibitastaða og afþreyingar og óvíða hægt að golfa fyrir meira klink en í grennd við Tampa. Góðu heilli komast engir þessara staða á topp tíu lista yfir yndislegustu áfangastaðina í Flórída samkvæmt nýrri úttekt.

Fallegt? Já. Ómengað? Já.

Góðu heilli segjum við sökum þess að allir ofangreindir staðir eru manngerðir og vitiborið fólk veit sem er að mannanna verk eru alltaf hjákátleg í samanburði við Móður Náttúru. Jafnvel í Flórída.

Með tilliti til að helmingur Bandaríkjamanna kunna ekki að leggja haus í bleyti, veitist okkur mikil gleði að sjá að yndislegasti staðurinn á Flórídaskaganum öllum er alls ekki á topp tíu lista ferðafólks yfir það sem verður að sjá og skoða í fylkinu. Það samkvæmt stórri úttekt vefmiðilsins 10Best.

Sá staður sem þátttakendum þykir mest til á Flórída reyndist vera Gulf Islands National Seashore sem er sandbakki mikill rétt útaf strönd borgarinnar Pensacola í vesturhluta Flórída.

Hvers vegna? Jú, margra kílómetra löng sandströnd án hótela, ölvaðra ungmenna og bílaumferðar hægri vinstri. Og hér bæði hægt að dvelja í tjöldum og veiða sér í soðið undir heitri sólinni.

Brilljant val 🙂