F átt er sagt skemmtilegra en hoppa út í ylvolgt Rauðahafið og kafa þar eða snorkla eftir hjartans lyst. Er það einn allra stærsti bransinn á vinsælustu ferðamannaströndum Egyptalands við Sharm-el-Sheik og Hurghada. En önnur egypsk strönd við Aqaba flóa heillar kafara mikið og margir snúa þeir ekki aftur þaðan.

Bláa holan í Rauðahafinu er aðeins nokkra metra frá ströndinni. Ófáir hafa látið lífið við köfun hér. Mynd Mattk1979

Bláa djúpið í Rauðahafinu er aðeins nokkra metra frá ströndinni. Ófáir hafa látið lífið við köfun hér. Mynd Mattk1979

Um er að ræða strönd eina í tíu mínútna fjarlægð frá bænum Dahab sem aftur er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá hinum fræga sólarstað Sharm-el-Sheik.

Þar hefur myndast lítil byggð á allra síðustu árum sem er þó fyrst og fremst köfunarmiðstöðvar og köfunarskólar en það er aðeins eitt sem dregur fólk langt að til þessa staðar. Við ströndina, nánast í flæðarmálinu, er að finna eina af hinum sérstöku hyldjúpu dimmbláu holum sem kafarar eru svo spenntir fyrir og finnast á innan við 20 stöðum í heiminum öllum.

Holan atarna er sögð vera 800 metra djúp og óstaðfestar tölur herma að hér hafi látið lífið við köfun einir 160 kafarar á síðustu tuttugu árum. Og það er akkúrat það sem gerir staðinn svo spennandi fyrir reynslumikla kafara enda varla á færi annarra en atvinnumanna að kafa á þessum stað. Enda er bann í gangi fyrir áhugafólk  og meira að segja sportkafarar geta aðeins fara niður á 30 metra dýpi. En hver er að fylgjast með því.