Skip to main content

H vaða flugfélög fljúga á milli Oslóar í Noregi og Granada á Spáni? Hversu langur er flugtíminn milli Reykjavíkur og Helsinki í Finnlandi. Hversu mörg flugfélög fljúga milli Stokkhólms í Svíþjóð og Rómar á Ítalíu?

Flugleit Google sýnir þér á augabragði lægsta verð á flugi á tiltekna áfangastaði án þess að þurfa að kosta leit til. Skjáskot

Flugleit Google sýnir þér á augabragði lægsta verð á flugi á tiltekna áfangastaði án þess að þurfa að kosta leit til. Skjáskot

Það er stundum flókið að finna allra einföldustu upplýsingar á netinu og ekki síst á það við um flug og ferðalög þar sem þúsundir ef ekki hundruð þúsunda vefmiðla keppa um athygli fólks.

Og oft er líka farið yfir lækinn eftir vatninu einfaldlega vegna þess að brúin yfir lækinn er í hvarfi. Það á dálítið við þegar kemur að spurningum á borð við þær hér að ofan því allra einfaldasta leiðin til að fá svar við þeim öllum á einu bretti er að gúggla flugið.

Sé sem dæmi skrifað í leitarglugga vefrisans Google „flights from Reykjavik to Helsinki“ birtist fjöldi vefsíðna sem bjóða flugleit. Aðeins ein þeirra er þó með blátt flugvélatákn fyrir framan heitið eða innan í sérstöku boxi. Það er sjálf flugleit Google, Google flights, og þar birtast upplýsingar um verð, tíðni ferða, fjölda flugfélaga sem fljúga á milli og tímasetning flugferða vel fram í tímann á einu bretti án þess að leita þurfi sérstaklega.

Sjálfsagt að nota risann til að finna flugtilboðin eða að minnsta kosti til að gera verðsamanburð. Enginn annar hefur aðgang að eins miklum upplýsingum og Google. Sem er þó ekki endilega lykilatriði þegar kemur að því að finna allra lægstu fargjöld milli borga eða landa. En allur samanburður er af hinu góða.

PS: ekki feimin við að brúka nífaldan heimsmeistara í hótelbókunum hér að neðan fyrir besta hugsanlega verð á gistingum. Það okkar eina leið til að fjármagna Fararheill.is