Væri ekkert undarlegt ef hundruðir Íslendinga gerðu sér far um að heimsækja ósköp venjulegt götuhorn á Þórshöfn á Langanesi hvert einasta ár?

Líklega frægasta götuhorn heims í krummaskuði í Arizóna. Mynd mgbjay

Líklega frægasta götuhorn heims í krummaskuði í Arizóna. Mynd mgbjay

Það er svona um það bil samsvarandi því að hundruð þúsunda Bandaríkjamanna leggðu árlega leið sína á ákveðið götuhorn í rykugum smábæ sem varla finnst á korti í Arizónafylki.

Sem Bandaríkjamenn reyndar gera og það vel yfir eitt hundrað þúsund hvert einasta ár. Hvað er trixið? Hvað gerir ósköp hefðbundið götuhorn í smábæ að rífandi aðdráttarafli?

Það er ósköp einfalt svar við því. Geysivinsæl hljómsveit sem á árum áður gaf út lag sem heillaði Bandaríkjamenn og fleiri reyndar líka upp úr skónum. Lagið er Take it Easy með The Eagles. Ein laglína þess vísar til þess hve yndislegt er að slaka við götuhorn í Winslow, Arizóna. Ekki síst þegar falleg stúlka ekur hjá.

„Well, I’m a standing on a corner in Winslow, Arizona and such a fine sight to see. It’s a girl, my Lord, in a flatbed Ford slowing down to take a look at me.”

Kannski minni slökun nú þegar túristar þvælast um götuhornið nú eins og mý á mykjuskán. Skemmtilegt samt.