F átt er áhrifameira á ferilskrá hvers manns en nám við einn elsta, þekktasta og jafnframt besta háskóla heims í Oxfordskíri í Englandi. Þangað komast alla jafna ekki allir sem vilja heldur eingöngu rjóminn af þeim er um sækja hvert ár.

Oxford bærinn og skólinn eru meðal sögufrægarri staða í Bretlandi. Mynd tejvanpjhotos

Oxford bærinn og skólinn eru meðal sögufrægari staða í Bretlandi. Mynd tejvanpjhotos

Það er að segja ef frá er talinn vikutími á sumrin þegar hver sem er hvaðanæva að sest á skólabekk í Oxford háskóla og getur andað að sér sögunni, notið lífsins í líflegri borg og haldið heim á leið fróðari um heiminn en áður.

Oxford háskólinn býður nefninlega upp á Oxford Experience eins og það er kallað yfir sumartímann. Er  það vikulangt námskeið sem fram fer í skólanum í ýmsum fögum og eru þeir tímar öllum opnir og sérstaklega er vel tekið á móti fólki annars staðar frá en Englandi.

Jafnvel þó námið per se heilli lítið gefur þetta tækifæri til að stúdera háskólann innan frá en byggingarnar eru afskaplega fallegar og sagan er hér bókstaflega við öll fótmál. Stór hluti hinna geysivinsælu kvikmynda um Harry Potter voru til dæmis teknar hér.

Hins vegar er vikunámskeiðið ekki alveg ókeypis enda samanstendur það ekki bara af náminu heldur og gistingu í skólanum. Kostnaðurinn við þá viku eru rúmar 200 þúsund krónur.

Sjá nánar hér.