Skip to main content

Lesendur tveggja vinsælustu tímaritana tileinkuðum ferðalögum, Condé Nast og National Geo Traveller, hafa komið sér saman um bestu áfangastaðina fyrir brúðkaupsferð.

Það er súrast af öllu súru ef sjálf brúðkaupsferðin fer fjandans til

Það er súrast af öllu súru ef sjálf brúðkaupsferðin fer fjandans til

Við valið var sérstaklega haft í huga lúxusinn, rómantískar aðstæðurnar og ekki síst hversu afslappandi staðurinn þykir. Þá var og litið til þess hve mikið annað er í boði ef dvalið er lengur en eina helgi eða svo en vestanhafs eru helgarlangar brúðkaupsferðir sérstaklega vinsælar og þá aðallega sökum þess að fólk hefur svo lítið frí almennt.

Fararheill.is tók sér það bessaleyfi að draga saman niðurstöðurnar og birtir hér.

♥  Bahamas eyjar

  • Enn má finna á eyjunum tiltölulega afskekkta staði með fáum en góðum hótelum og ströndum sem ekki eru troðfullar í hvert sinn sem sól fer á loft. Fátt er rómantískara en gönguferð í sjávarmálinu á heitum glitrandi sandi.

♥  Barbados

  • Vilji maður rómantík kryddaða af fjöri er Barbados staðurinn að mati lesenda. Stórkostleg náttúrufegurð skemmir ekki og heldur ekki fjölbreyttasta úrval matar og drykkja í Karabíska hafinu.

♥  Máritíus

  • Það er engin tilviljun að Máritanía lætur lítið á sjá þrátt fyrir töluverðan ferðaiðnað. Hún er rándýr og töluvert dýrari en karabísku eyjarnar en fyrir vikið eru mun færri ferðamenn og strax einum klassa ofar vegna þess.

♥  St. Lucia

  • Enn ein eyjan í karabíska hafinu nema þar er sérstaklega gert út á brúðkaupsferði. Hin nýgiftu njóta þannig almennt betri þjónustu en hinn almenni ferðamaður og eyjan er ekki síðri náttúrulega en aðrar slíkar eyjar. Þvert á móti er hún hin fallegasta.

♥  París

  • Borg elskenda klikkar seint eða aldrei. París tekst að viðhalda rómantískri ímynd sinni og vel það. Fáum orðum þarf að fara um hvað hægt er að gera þar til að setja punktinn yfir eina stærstu lífsreynslu hvers og eins.