Það er gott að vera ríkur. Enn betra að vera ríkur og frægur. Þá er hægt að leyfa sér hluti sem kosta meðalplebbann ævilaunin.

Frábært efni fyrir ferðaþyrsta eru sjónvarpsseríur um mótorhjólaferðalög Ewan McGregor´s.

Frábært efni fyrir ferðaþyrsta eru sjónvarpsseríur um mótorhjólaferðalög Ewan McGregor´s.

Það er einmitt slíkur munaður sem kvikmyndstjarnan Ewan McGregor og félagi hans Charley Boorman létu eftir sér árið 2004 og 2007 þegar þeir héldu í mótorhjólaferðalag um hálfan heiminn og lögðu að baki rúmlega 60 þúsund kílómetra um ýmsar merkilegar slóðir Evrópu, Asíu og Afríku.

Ferðalög félaganna kvikmynduð í bak og fyrir og getur ritstjórn Fararheill vottað að varla er til jafn spennandi en jafnframt fróðlegt efni og þær sjónvarpsseríur sem gerðar voru um ferðirnar. Spennandi þar sem farið er um margar vafasamar slóðir og fróðlegar því McGregor er gegnheil manneskja sem lætur sér annt um fólk og staði.

The Long Way Around fjallar um för frá Evrópu þvert gegnum Rússland og nágrannaríki og sömuleiðis gegnum Alaska og Bandaríkin. Seinni serían, Long Way Down, sýnir svo för félaganna niður eftir endilangri austurströnd Afríku.

Sérdeilis gott efni fyrir alla með ferðabakteríu á háu stigi til að njóta þegar heima er setið og ekki síður kærkomið til að gefa hugmyndir ef því er að skipta.

Óhætt að mæla 100% með þessum seríum en hér að neðan má sjá stutta stiklu úr fyrri seríunni.