Allt innifalið að drepa Ensku ströndina á Kanarí?

Allt innifalið að drepa Ensku ströndina á Kanarí?

Tæplega 16 prósent fleiri ferðamenn sóttu Kanarí heim árið 2017 en 2016. Sem er jákvætt fyrir efnahag eyjunnar nema kannski að veitingahúsa- og bareigendur á Ensku ströndinni urðu þess ekkert varir. Í það minnsta ekki miðað við þá aðila í bar- og veitingarekstri sem Fararheill tók tali nýlega. Þrátt fyrir stóraukinn fjölda ferðamanna, mestu aukningu … Continue reading »

Ekki láta blekkjast af hóteltilboðum Icelandair og Wow Air

Ekki láta blekkjast af hóteltilboðum Icelandair og Wow Air

Það er þetta með góðu vísuna og endurtekninguna. Makalaust súrt að landinn fatti ekki að hann er stundum að kasta fjármunum algjörlega út í buskann án þess að fatta að hann er að henda fjármunum út í buskann. Nema allir nema við hér eigi seðla á kantinum sem engin not eru fyrir. Góðkunningi ritstjórnar lét … Continue reading »

Tvær myndir

Tvær myndir

Þú ert á leiðinni til Seattle í Bandaríkjunum. Þig vantar gistingu og helst sæmilega en má þó ekki kosta of mikið. Allmörg fín hótel eru í borginni eða rúmlega 260 talsins í heildina og því ekki flókið að finna gistingu við hæfi. En öðru máli gegnir um verðið. Seattle er ein allra dýrasta borg Bandaríkjanna og … Continue reading »

Einhvern tíma langað að sofa í Mercedes?

Einhvern tíma langað að sofa í Mercedes?

Heilt yfir eru velflest hótel og gististaðir að bjóða upp á sams konar vöru og þó sums staðar séu rúmin mýkri og annars staðar þjónustan betri breytir það ekki því að fæst okkar muna lengi eftir dvöl á hótelum. Þau verða flest nafnlaus og gleymd með tímanum. Hótelstjórnendur og eigendur eru mætavel meðvitaðir um ópersónuleika … Continue reading »

TripAdvisor í endalausri baráttu við svindlara

TripAdvisor í endalausri baráttu við svindlara

Það er ekki lítill ágóði af því fyrir hótel- og gistihúsaeigendur í heiminum að komast hátt á blað á vefmiðlinum Tripadvisor. Slíkt getur beinlínis skilið milli feigs og ófeigs í þeim bransa. Svindlarar sjá þar æði gott tækifæri til að maka krókinn. Fyrir skömmu sendi vefrisinn frá sér tilkynningu þar sem ítrekað er að svindl … Continue reading »

Booking vill gjarnan segja þér frá hótelum sem EKKI ERU Í BOÐI

Booking vill gjarnan segja þér frá hótelum sem EKKI ERU Í BOÐI

Ók, þetta er sannarlega nýtt trix. Bókunarvefurinn Booking birtir nú allt heila klabbið þegar þú leitar að gistingu á erlendri grundu. Líka gistingu sem er löngu uppseld! Þrátt fyrir eina markaðsgráðu í hópnum og almennt þokkalega skynsemi og hugsun er enginn hér nokkru nær um hvers vegna hinn bandaríski bókunarvefur Booking birtir líka UPPSELDA gistingu … Continue reading »

Fimm stjörnu gisting með glans á Madeira

Fimm stjörnu gisting með glans á Madeira

Það eru tvær góðar ástæður fyrir því að þeir sem hyggjast dvelja á portúgölsku eynni Madeira bóka oftar en ekki fjögurra eða fimm stjörnu gistingu á staðnum. Sú fyrri snýr að því að hingað er ekki auðveldlega komist frá mörgum löndum, þar með talið Íslandi. Reglulegt áætlunarflug til Madeira er mjög af skornum skammti frá … Continue reading »

Nákvæmlega svona á að njóta Cinque Terre

Nákvæmlega svona á að njóta Cinque Terre

Þeir eru fáir staðirnir á jarðríki sem er jafn indælt að ganga, hjóla eða aka um en Cinque Terre á ítölsku rivíerunni. Þetta bratta og fjalllenda landslag við ströndina er eitt og sér stórkostlegt en þegar við bætast hinir indælustu bæir, ljúft hitastigið og fersk hafgolan sem hér blæs 365 daga á ári eru vandfundnir … Continue reading »

Þess vegna eru mínibarir á hótelum svo dýrir

Þess vegna eru mínibarir á hótelum svo dýrir

Rík, fátæk, hvít, svört, bleik, konur og karlmenn. Öll þekkjum við líklega að hafa, æpandi af svengd eða heltekin af þorsta, opnað mínibar á hótelherbergi til að sefa hungur eða væta kverkar en lokað barnum snarlega aftur þegar í ljós kom að 50 gramma hnetupokinn kostar 1600 krónur, litli bjórinn vel yfir þúsund kall og … Continue reading »

Svo Hilton hótelin níðast á okkur líka

Svo Hilton hótelin níðast á okkur líka

Ekki var fyrr lokið rannsókn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna á Marriott hótelkeðjunni vegna kvartana um að sú keðja lokaði af ásettu ráði fyrir allan netaðgang viðskiptavina en að rannsókn hófst hjá annarri hótelkeðju vegna þess sama. Að þessu sinni var Hilton hótelkeðjan sökuð um sama hlut og ekki aðeins sökuð heldur þóttu sannanir nægar til að sekta … Continue reading »