Allt innifalið að drepa Ensku ströndina á Kanarí?

Allt innifalið að drepa Ensku ströndina á Kanarí?

Tæplega 16 prósent fleiri ferðamenn sóttu Kanarí heim árið 2016 en 2015. Sem er jákvætt fyrir efnahag eyjunnar nema kannski að veitingahúsa- og bareigendur á Ensku ströndinni urðu þess ekkert varir. Í það minnsta ekki miðað við þá aðila í bar- og veitingarekstri sem Fararheill tók tali nýlega. Þrátt fyrir stóraukinn fjölda ferðamanna, mestu aukningu … Continue reading »

Dohop lofar upp í ermi

Dohop lofar upp í ermi

Það er ekkert öðruvísi. Flugleitarvefurinn Dohop segist geta útvegað okkur gistingu á heimsvísu á tilteknum hótelum með 50 prósenta afslætti! Hvern munar ekki um HELMINGS AFSLÁTT á gistingu erlendis? Með slíkt tilboð upp á vasann er næsta auðvelt að bjóða fjölskyldu og nærsveitarmönnum með í mánuð til Tene og eiga samt peninga eftir til að eyða … Continue reading »

Tvær myndir

Tvær myndir

Þú ert á leiðinni til Seattle í Bandaríkjunum. Þig vantar gistingu og helst sæmilega en má þó ekki kosta of mikið. Allmörg fín hótel eru í borginni eða rúmlega 260 talsins í heildina og því ekki flókið að finna gistingu við hæfi. En öðru máli gegnir um verðið. Seattle er ein allra dýrasta borg Bandaríkjanna og … Continue reading »

Hótel eða Airbnb?

Hótel eða Airbnb?

Ris íbúðaleigunnar Airbnb hefur verið mikið á skömmum tíma og vart til sál í vestrænum heimi sem ekki þekkir þetta vinsæla fyrirbæri. Öllu færri gera sér grein fyrir að í stöku borgum heims er meðalverð á gistingu hærra hjá Airbnb en á góðu hóteli. Það kemur spænskt fyrir sjónir því upphaf Airbnb má rekja til … Continue reading »

Gleymdist eitthvað? Fáðu það lánað á hótelinu

Gleymdist eitthvað? Fáðu það lánað á hótelinu

Æi. Gleymdist fallega perlufestin sem fór svo vel með minkapelsinum og þú á leið í veislu í New York til heiðurs Ólafi Elíassyni. Venjulega væru góð ráð dýr í slíku tilfelli en ekki ef þú er gestur á hótelum á borð við Hyatt, Kimpton eða Candlewood. USA Today segir frá því að þessar hótelkeðjur auk … Continue reading »

TripAdvisor í endalausri baráttu við svindlara

TripAdvisor í endalausri baráttu við svindlara

Það er ekki lítill ágóði af því fyrir hótel- og gistihúsaeigendur í heiminum að komast hátt á blað á vefmiðlinum Tripadvisor. Slíkt getur beinlínis skilið milli feigs og ófeigs í þeim bransa. Svindlarar sjá þar æði gott tækifæri til að maka krókinn. Fyrir skömmu sendi vefrisinn frá sér tilkynningu þar sem ítrekað er að svindl … Continue reading »

Einhvern tíma langað að sofa í Mercedes?

Einhvern tíma langað að sofa í Mercedes?

Heilt yfir eru velflest hótel og gististaðir að bjóða upp á sams konar vöru og þó sums staðar séu rúmin mýkri og annars staðar þjónustan betri breytir það ekki því að fæst okkar muna lengi eftir dvöl á hótelum. Þau verða flest nafnlaus með tímanum. Hótelstjórnendur og eigendur eru mætavel meðvitaðir um ópersónuleika hótela um … Continue reading »