Þó öllu færri Íslendingar þvælist um Karabíska hafið og lönd þess eftir bankahrunið eru ávallt margir sem eiga þann draum að eyða tíma þar enda allt annars konar og að sumu leyti betri stemmning í lofti þar en gerist á evrópskum sólarströndum.
Löndin í Karabíska hafinu eru þó öll tiltölulega fátæk sem hefur haft í för með sér að þjónusta og þjónustustig hefur verið töluvert minna þar en gengur og gerist í Evrópu.
Eitt vandamálið hefur verið að mati margra hversu lítið hefur verið hægt að komast í golf í fríum í Karabíska hafinu en það hefur breyst verulega á skömmum tíma.
Er nú hægt að spila á úrvals golfvöllum ansi víða en enn er sá galli á gjöf Njarðar að það er tiltölulega dýrt sport.
Neðantaldir golfvellir finnast á eyjum Karabíska hafsins:
* Verð miðast við gengi krónu í ágúst 2019.
KÚBA
Hér er aðeins einn einasti golfvöllur og er sá á strandsvæðinu Varadero. Varadero Golf Club heitir sá og þykir frambærilegur. Hringur á þessum velli kostar 11.000 krónur.
HAÍTÍ
Hér var lengi vel einn einasti golfvöllur líka sem enginn þó spilaði nema háttsettir embættismenn og moldríkir fjárfestar. Petionville Golf & Country Club í Bourdon nálægt Port-au-Prince var hins vegar í skyndi breytt í flóttamannabúðir í kjölfar jarðskjálftans sem lagði landið í rúst í byrjun árs 2010 og er svo enn.
DÓMÍNÍKANSKA LÝÐVELDIÐ
Það er hér sem golfferðamennska hefur náð mestum hæðum í Karabíska enda einir 18 golfvellir hér og nánast allir hafa verið byggðir upp úr aldamótunum 2000. Þeir eru þó langflestir tengdir hótelkeðjum og á þeim hafa hótelgestir ávallt forgang fram yfir aðra. Prísar rokka töluvert en vandfundinn er hringur undir 8.000 krónum.
- Casa de Campo Golf
- Cocotal Golf
- Punta Blanca Golf Club
- White Sands Golf
- Playa Grande Golf
- La Estancia Golf
- Metro Country Club
- Playa Dorada Golf Club
- Punta Espada Golf Course
- Teeth of the Dog Golf Course
- Las Lagunas
- Santo Domingo Country Club
- La Cana Golf Club
- Golf de Bavaro
- Catalonia Golf Club
- Guavaberry Golf Club
- Dye Fore
- La Romana Golf Club
JAMAÍKA
Þegar Bretar réðu hér ríkjum kom náttúrulega ekki annað til mála en planta nokkrum golfvöllum svo erindrekar og embættismenn hefðu eitthvað að gera annað en drekka skota frá hádegi. Ef frá eru taldir örfáir vellir sem lúxushótelkeðjur hafa sett upp undanfarin ár er golfáhugi almennt ekki mikill í landinu og einskorðast að mestu við ferðafólk. Hringir hér eru tiltölulega dýrir og 10.000 krónur á mann þokkalega sloppið.
- White Witch Golf Course
- Constant Spring Golf Club
- Manchester Golf Club
- Runaway Bay
- Tryall Club
- Half Moon Bay
- Negril Hill Golf Club
- Superclub Golf Club Braco
- Sandals Golf & Country Club
- Cinnamon Hill Golf Club
- Caymanas Golf & Country Club
ANGUILLA
Þessi litla eyja býr ekki yfir miklu plássi fyrir golfvelli enda þó eru hér tveir og báðir þykja á heimsmælikvarða. Prísinn þó brattur og enginn hringur undir 12 þúsund krónum.
- Jack Nicklaus Anguilla Golf Club
- Temenos Golf Club
PUERTO RICO
Hér er merkilegur fjöldi valla enda tilheyrir eyjan Bandaríkjunum og hingað sækir því kaninn meira fyrir vikið. Hér er hægt að finna hring á 6.000 krónur en oftar er verð þó hærra fyrir átján holur. Hafa skal í huga að fleiri en einn völlur er á nokkrum þessara staða.
- Coamo Springs Golf
- Palmas del Mar
- Costa Caribe
- Palmetto Dunes
- Rio Mar
- Trump National Coco Beach
- Bahia Beach
ST.LÚCIA
TURKS & CAICOS
ST.THOMAS
ST.MARTEEN
- Mullet Bay Resort
ST.CROIX
CAYMAN EYJUR
CANOUAN
BARBADOS
ARUBA
ANTIGUA & BARBUDA
- Cedar Valley
- Jolly Beach
View Golfvellir í Karabíska in a larger map