V ið Íslendingar höfum líklega ekki mikil efni að fussa og sveia yfir framandi mat sem frumbyggjar annarra landa láta ofan í sig. Það þykja jú töluverð tíðindi á erlendum ferðamiðlum hvað við hér setjum stundum inn fyrir varir.

Veistu hvað gæti verið í pylsunni sem þú keyptir í Sviss? Mynd continentalsausage
Engu að síður eru nokkrar tegundir af pylsum sem fást í nokkrum héruðum Sviss nokkuð utan þess ramma sem vestrænt fólk kallar eðlilegt. Þar fást nefninlega hundapylsur og kattapylsur. Ekki nóg með það. Kattakjöt þykir sums staðar herramannsmatur á jólaborðið.
Engum ætti að koma á óvart að Svisslendingarnir auglýsa meira afbragðs skíðasvæði sín, fjármálaleyniþjónustu plús gauksklukkurnar frægu en katta- og hundaát en fjögur héruð sérstaklega eru nefnd þar sem kattakjöt og hundakjöt er brúkað í mat. Það eru Luzern, Bern, Appenzell og Jura. Löng hefð er fyrir þessu á þessum svæðum.
Þar geta áhugasamir spurst fyrir um slíkt góðgæti ef áhugi er fyrir hendi en töluvert er síðan sala á kjöti þessara dýra færðist úr almennum verslunum og inn í sérverslanir og hjá slátrurum. Engin lög eru þó gegn sölu á þessum vörum.
Líkast til mun þessi hefð deyja drottni sínum eins og Þorrablótið íslenska og nautaát á Spáni og af sömu ástæðu. Unga fólkið sýnir hvorugu mikinn áhuga. Góðu heilli líka ef þú spyrð okkur…




