Hringadrottinssaga hefur verið kvikmynduð í bak og fyrir og nokkrar kvikmyndir til viðbótar verið gerðar um Hobbitann sem var fyrsta saga J.R.R Tolkien um hið hugrakka og stórfætta smáfólk og ævintýri þeirra í Miðgarði og víðar.

Ólíklegt er að Fróði, Bilbó eða aðrir hobbitar séu heimavið í Hobbiton en það er allavega hægt að kíkja inn til þeirra. Mynd Jared Kelly
Ólíklegt er að Fróði, Bilbó eða aðrir hobbitar séu heimavið í Hobbiton en það er allavega hægt að kíkja inn til þeirra. Mynd Jared Kelly

Hafi einhverjir enn ekki fengið nóg af Bilbó Baggins, Fróða Baggins og öllum hinum er málið að leggjast í pílagrímaferð til smábæjarins Matamata skammt frá borginni Wellington á Norðureyju landsins.

Þar hefur leikstjóri kvikmyndanna ákveðið að fái að standa áfram ýmsar þær byggingar og munir sem byggð voru eða hönnuð fyrir kvikmyndirnar fjórar. Svæðið hefur hlotið nafnið Hobbiton og ekki þarf að spyrja að því að staðurinn trekkir að fjölda fólks.

Hobbiton er langt úti í sveit í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá næstu borg Auckland þar sem jafnframt er næsti flugvöllur. Staðarvalið er þó alveg eftir höfði hobbitana sem hér hafa búið sér híbýli í ýmsum hólum og steinum.

Þau híbýli er hægt að skoða í þaula auk þess sem aðrir munir úr kvikmyndunum eru hér til sýnis. Einnig er í Hobbiton ein tvö kaffihús með alls kyns góðgæti sem allir hobbitar leggja sér til munns.

Heimasíðan hér hafi einhver áhuga og kort hér að neðan yfir hvar Hobbiton er nákvæmlega að finna.