A llmargir mikla það töluvert fyrir sér að ferðast einir síns liðs meðan enn aðrir telja það einu skynsamlegu leiðina til að ferðast og um leið fræðast um sjálfan sig og heiminn.

Það er ekki flókið mál að hitta fólk alls staðar í heiminum. Mynd Ali Bohi

Það er ekki flókið mál að hitta fólk alls staðar í heiminum. Mynd Ali Bohi

Hvoru liðinu sem maður tilheyrir hefur aldrei verið auðveldara að kynnast fólki á ferðalögum. Ekki þarf lengur að planta sér á bakpokahótel og mingla með ungliðunum sem þar jafnan gista frekar en fólk vill. Né heldur að troða sér inn á heimili fólks gegnum Couchsurfing því það þykir mörgum óþægilegt í meira lagi.

Það eru nefninlega allmargir vefmiðlar sem gegna því einu hlutverki að koma ókunnugum saman á ferðalögum hvort sem er til yndisauka eða nánari kynna.

Einn miðill sérstaklega sem þykir takast firnavel að koma saman ókunnu ævintýrafólki er Meetup.com sem listar fjölmarga viðburði opna öllum sem vilja víða í heiminum. Nægir að skrifa inn nafn áhugamáls eða áfangastaðar og upp kemur listi yfir hópa fólks sem hittist reglulega og býður alla velkomna.

Er það líka engin ný bóla að aldrei kynnist fólk nýjum áfangastað betur en gegnum sambönd við heimamenn.