Skip to main content

M yndir segja þúsund orð og stundum gott betur. Ekki hvað síst á þetta við um Kanada sem margir Íslendingar þekkja og eiga þar jafnvel ættingja.

Hér eru tíu stórkostlegir staðir í landinu sem sannarlega er þess vert að skoða á ferð um landið sem er ógnarstórt og tæki mánuði og jafnvel ár að kynna sér af einhverju ráði.

* Neðst er kort sem sýnir staðsetningu allra þessara staða

  • Le Château Frontenac, Quebec
Chateau Frontenac

Frontenac er lúxushótel sem stendur hátt yfir gamla borgarhlutanum í Quebec. Fróðir segja fáar byggingar í Norður Ameríku hafa verið eins mikið ljósmyndaðar enda tilkomumikil mjög. Mynd Etolane

  • Mount Thor, Baffin Island, Auyuittaq
Þórstindur, Mount Thor til vinstri, í Auyuittuq þjóðgarðinum er brattasti tindur jarðar. 1,3 kílómetri af 105 gráðu halla. Mynd Parks Canada

Þórstindur, Mount Thor til vinstri, í Auyuittuq þjóðgarðinum er sagður brattasti tindur jarðar. 1,3 kílómetrar af 105 gráðu halla. Mynd Parks Canada

  • Anse aux Meadows, Nýfundnaland
Enginn Íslendingur með sjálfsvirðingu lætur hjá líða að heimsækja staðinn þar sem Eiríkur Rauði og fríður flokkur hans höfðust að þegar þeir fundu Norður Ameríku fyrir tilviljun kringum árið 1000. Mynd Parks Canada

Enginn Íslendingur með sjálfsvirðingu lætur hjá líða að heimsækja staðinn þar sem Leifur Heppni og fríður flokkur hans höfðust að þegar þeir fundu Norður Ameríku fyrir tilviljun kringum árið 1000. Mynd Parks Canada

  • Bay of Fundy, New Brunswick
Sérstæðar steinmyndanir í Fundy flóanum en sá er í Heimsmetabók Guinness þar sem hér er mesti munur á flóði og fjöru í veröldinni. Munurinn getur náð 16,3 metrum.

Sérstæðar steinmyndanir í Fundy flóanum en sá er í Heimsmetabók Guinness þar sem hér er mesti munur á flóði og fjöru í veröldinni. Munurinn getur náð 16,3 metrum.

  • Kelowna, Bresku Kólombíu
Alveg eins og Akureyringar vilja meina að þar sé ávallt besta veðrið á Íslandi vilja íbúar Kelowna meina það sama í Kanada. Í öllu falli er bærinn og fallegur vogurinn sem hann stendur við með afar milt veður allan ársins hring og hér eru framleitt bestu epli og bestu vín sem framleitt eru í landinu. Mynd Brian Sprout

Alveg eins og Akureyringar vilja meina að þar sé ávallt besta veðrið á Íslandi vilja íbúar Kelowna meina það sama í Kanada. Í öllu falli er bærinn og fallegur vogurinn sem hann stendur við með afar milt veður allan ársins hring og hér eru framleidd bestu epli og bestu vín sem framleitt eru í landinu. Mynd Brian Sprout

  • Louise vatn, Banff, Alberta
Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Kanada er Louise vatn í Banff þjóðgarðinum í Alberta fylkinu. Útivist gerist ekki mikið betri en hér í þessu stórkostlega landslagi og hótelið er ekki amalegt heldur. Mynd HBarrison

Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Kanada er Louise vatn í Banff þjóðgarðinum í Alberta fylkinu. Útivist gerist ekki mikið betri en hér í þessu stórkostlega landslagi og hótelið er ekki amalegt heldur. Mynd HBarrison

  • Japanski garðurinn, Lethbridge, Alberta
Það ætti að vera eitt af undrum veraldar hvers vegna einn frægasti japanski garður heims fyrirfinnst í Alberta fylki í Kanada af öllum stöðum. Ástæðan sú að japanskir stríðsfangar í Síðari heimsstyrjöldinni voru sendir hingað og þeir þurfti eitthvað að dunda. Mynd paige_eliz

Það ætti að vera eitt af undrum veraldar hvers vegna einn frægasti japanski garður heims fyrirfinnst í Alberta fylki í Kanada af öllum stöðum. Ástæðan sú að japanskir stríðsfangar í Síðari heimsstyrjöldinni voru sendir hingað og þeir þurfti eitthvað að dunda. Mynd paige_eliz

  • Moraine vatn, Banff, Alberta
Þessi ágæta mynd af Moraine vatni í kanadísku Klettafjöllunum prýðir veggi fjölda íslenskra heimila. Og ekki að ástæðulausu enda einn fegursti staður landsins

Þessi ágæta mynd af Moraine vatni í kanadísku Klettafjöllunum prýðir veggi fjölda íslenskra heimila. Og ekki að ástæðulausu enda einn fegursti staður landsins

  • Níagarafossar, Ontaríó
Níagarafossa þekkja velflestir enda meðal fegurstu og vatnsmestu fossa Norður Ameríku. Þeir fara klárlega á lista yfir stórkostlega staði í Kanada.

Níagarafossa þekkja velflestir enda meðal fegurstu og vatnsmestu fossa Norður Ameríku. Þeir fara klárlega á lista yfir stórkostlega staði í Kanada.

  • Vancouver, Breska Kólombía
Þó Quebec borg þyki afar sérstök og falleg er það líklega Vancouver á vesturströnd Kanada sem tekur titilinn fallegasta borgin að flestra mati.

Þó Quebec borg þyki afar sérstök og falleg er það líklega Vancouver á vesturströnd Kanada sem tekur titilinn fallegasta borgin að flestra mati.


View Stórkostlega Kanada in a larger map