Skip to main content

Vissulega er jafnan gaman fyrir flesta sem eiga peninga til að eyða að valsa milli verslana og fikta, tæta, skoða og máta hlutina og taka um leið inn stemmninguna sem því fylgir að eiga bæði tíma og peninga fyrir sjálfan sig.

Sömu tilboð og fólk berst um í verslunum fást yfirleitt alltaf gegnum netverslanir á sömu eða betri kjörum

Sömu tilboð og fólk berst um í verslunum fást yfirleitt alltaf gegnum netverslanir á sömu eða betri kjörum

Sérstaklega er þetta spennandi erlendis og ekki síst vestanhafs í Bandaríkjunum þar sem úrval verslana er mikið og krónan okkar hangir enn merkilega duglega utan í dollaranum.

Færri vita þó að bæði er hægt að gera mun betri kaup og jafnframt eyða tíma sínum erlendis í aðra hluti en verslun með því að nýta sér netið.

Óvíða fást hlutir ódýrari en gegnum bandarískar netverslanir og sé um risaverslunardaga að ræða eins og Black Friday svokallaðan er hægt að sleppa því að hanga í röðum lon og don en fá samt sömu vörur á sama verði og þeir sem gista fyrir utan áður en risaútsölur hefjast.

Og enginn skyldi vanmeta það að velja sér vörur í ró og næði með kaffibolla heimavið eða druslast svitastrokin í kapphlaupi í eigin persónu í hinum og þessum verslunum vestanhafs.

Vörurnar er hægt að fá sendar á hótel það sem gist er á einum eða tveimur dögum eftir kaupin og jafnvel hægt að haga málum þannig að nýja veiðisettið eða nýjar golfkylfur bíði veiðimannsins og kylfingsins um leið og menn skrá sig inn á hótelið. Með þessu móti þarf ekki að eyða dögum saman í flakk verslana á milli heldur hægt að nýta dýran tíma erlendis í slökun, nudd, áhugamálin eða eitthvað annað sem skilur meira eftir sig en eilíft ráp í verslunum.

Þess skal þó gætt að hótelið leyfi slíkt en allnokkur þeirra taka sérstaklega fyrir að taka á móti vörum gesta sinna.