F róðir menn halda fast við þá skoðun að regluleg jógaiðkun fylli einstaklinga óþrjótandi orku, bæti heilsu á alla kanta og geri velflesta jafnvel glaða og hamingjusama í leiðinni.

Ys og þys hversdagsins hvetur sífellt fleiri til að finna hjartans frið gegnum jóga og íhugun

Ys og þys hversdagsins hvetur sífellt fleiri til að finna hjartans frið gegnum jóga og íhugun

Ef jógaiðkun í stofunni heima eða í misgóðum íþróttasölum hér á klakanum færa fólki slík lífsgæði hvað gerist þá taki menn kúrs á einhverjum af þeim jógastöðum heims sem þykja bera af öðrum?

En málið er ekki svona einfalt því jóga er ekki bara jóga. Þúsund mismunandi aðferðir eru til að ná innra jafnvægi og velllíðan og geta allar aðferðir flokkast undir jóga ef svo ber undir.

Tímaritið Lonely Planet hefur birt lista sinn yfir þá jógastaði sem þykja fremstir meðal jafningja.

♥  Besta meðferðin fyrir minnstan pening: Jógastöðin Sivananda Yoga Vedanta Dhanwantari Ashram sem staðsett er á verndarsvæði í Kerala á Indlandi þykir bjóða góðan díl. Sérhæfa þeir sig í svokölluðu hatha jóga og stendur hvert námskeið í tvær vikur. Heimasíðan.

♥  Besta meðferðin í heitum lindum: Þá mæla menn með Dunton Hot Springs jógamiðstöðinni í Klettafjöllum Kólóradó í Bandaríkjunum. Þar er fjöldi náttúrulegra heitra linda sem þykja allra meina bót auk þess sem allur matur á boðstólnum er lífrænn að öllu leyti. Heimasíðan.

♥  Friðsælasta jógastöðin: Sé slak sérstaklega á dagskránni finnst hvergi meiri friðsæld en í jógamiðstöð Angelu og Victors van Kooten í Eftalou dalnum í Grikklandi. Þar heyrist víst þögnin ein ef frá er talin bjölluhljómur sauða- og geitahópa. Ýmsar tegundir íhugunar í boði hér. Heimasíðan.

♥  Íhugun með háhyrningum: Ekki þykir sannað að háhyrningar hafi sérstök heilsusamleg áhrif en sund með þessum ægifallegu skepnum er meðal þess sem í boði er á jógastöðinni Yoga-on-Main á eyjunni Bimini í karabíska hafinu. Heimasíðan.

♥  Grænasta jógastöðin: Fyrir utan að vera á Írlandi er fátt grænt við Yoga Retreat Centre á Clöru eyju á vesturströnd Írlands. Hér er fremur átt við fátæklegan aðbúnað og eina rafmagnið fæst frá sólarsellum. Þá er matreitt hér í viðarofnum og ýmsar tegundir slökunar og jóga í boði. Heimasíðan.

♥  Besta hasarjógað: Hasarjóga samanstendur af keyrslu, heilsurækt. lyftingum og jóga og er því slökun og afslöppun kannski minni en annars staðar hjá Baron Baptiste Bootcamp í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. Heimasíðan.

♥  Yndislegasta athvarfið: Maya Tulum jógamiðstöðin þykir bera af sökum staðsetningar í sykurhvítri strönd á Maya skaganum í Mexíkó. Þar er hægt að gista í kofum á ströndinni ef svo ber undir og mikill fjöldi mismunandi námskeiða í boði. Heimasíðan.

♥  Íburðarmesta athvarfið: Þurfi fjársterkir aðilar að líta inn á við oggustund þykir Como Shambala hæfa eins og flís við rass. Það er lúxusmiðstöð á Kókoseyjum sem eru hluti Maldives eyjaklasans og slaka sennilega flestir á við það eitt að hugsa um dvöl í slíkri paradís. Ýmir námskeið í boði hér. Heimasíðan.