M argt ágætt má vitna og njóta í Toronto í Kanada sem er sögð jafnvel meiri suðupottur mannlífs og mismunandi menningarbrota en finnst í sjálfri New York.

Tuttugu og átta kílómetrar af þessu undir miðborg Toronto. Geri aðrir betur…

Ritstjórnarmeðlimir þrívegis heimsótt kanadísku borgina Toronto síðastliðin ár og alltaf notið vel. Borgin ekkert of dýr á pyngju, gnótt góðra safna og veitingahúsa, fjölmargt forvitnilegt í næsta nágrenni og heimamenn sjálfir flestir ánægðir að hitta íslenska ferðamenn. Lesa má um margt af því ljúfara í vegvísi okkar um borgina en eitt er það sem við fjöllum ekkert um þar af þeirri einföldu ástæðu að við höfum aðeins heimsótt að sumarlagi.

Sumrin í þessum hluta Kanada hlý og góð. Meðalhiti í Toronto yfir sumarmánuðina rétt rúmlega 20 gráður sem er algjört kjörhitastig að okkar mati. Ekkert of heitt og ekkert of kalt.

Aðra sögu er að segja af vetrarmánuðum. Hitastig í desember, janúar og febrúar oftar en ekki við frostmark að degi til og vel undir það að næturlagi. Þá snjóar hér töluvert í ofanálag.

Það er útaf vetrarhörkum sem undir öllum miðbæ Toronto er að finna fyrirbæri sem heimafólk kallar PATH og þú þekkir kannski lítilllega ef þú hefur heimsótt og notað neðanjarðarkerfið. PATH er samheiti 28 kílómetra langra gönguleiða um allar trissur neðanjarðar.

Þetta merkilega fyrirbæri er reyndar í heimsmetabók Guinness sem lengsta neðanjarðar verslunargötukerfi heims. Vissulega eru verslanir og veitingahús um allt en ranghalarnir geyma líka aðgang á jarðlestarkerfinu, mörgum helstu stofnunum borgarinnar og sömuleiðis allnokkrum helstu söfnunum líka. Það er því tæknilega hægt að eyða hér mörgum dögum neðanjarðar ef válynd veður geysa útifyrir án þess að hafa minnstu áhyggjur.

Ranghalarnir, og það er PATH svo sannarlega þó allt sé vel merkt í hólf og gólf, er vitaskuld enginn staður til að vera á að sumarlagi að okkar mati en ef útivera er ekki að gera sig en þig langar í göngutúr er sjálfgefið að kíkja. Aðgangur er víða og úr fjölmörgum byggingum er hægt að taka lyftu eða stiga beint niður.