F leiri og fleiri Íslendingar kjósa fremur að leigja sér villur og sumarhús á erlendri grundu en að dvelja á gerilsneyddum hótelum. En hvar er ódýrast að leigja slíkt?

Ódýrasta leiga á villum eða sumarhúsum finnst á okkar vinsælustu áfangastöðum.

Ódýrasta leiga á villum eða sumarhúsum finnst á okkar vinsælustu áfangastöðum.

Ráðgjafafyrirtækið YouGov kannaði málið veturinn 2020 og þó tæpt ár sé síðan er ekki venjan að verðbólga keyri þann markað mikið upp milli ára. Til þess er úrvalið einfaldlega of mikið og Kófið auðvitað að valda usla.

Það er því óvitlaus hugmynd að skoða hverjar niðurstöðurnar voru og hvar hægt er að eyða viku eða mánuði út af fyrir sig án þess að kosta of miklu til.

Það ætti að gleðja hjartað að lægsta leiguverð á villum í Evrópu finnst á vinsælustu ferðamannastöðum enda framboð þar mest og stundum of mikið. Þó með einni stórri undantekningu.

Í ljós kemur að það er strandsvæðið kringum Gdynia í Póllandi, skammt frá Gdansk, sem er ódýrasta svæðið. Íslendingar sennilega ekki fjölmennir á þeim slóðum enn sem komið er en þangað hefur verið beint flug héðan um nokkurt skeið með Wizz Air.

Öðru máli gegnir um stað númer tvö. Það er Kanarí en þar eru eitthvað í kringum átta hundruð villur til leigu til skamms eða lengri tíma allt árið um kring. Tvö svæði skipta svo milli sín þriðja sætinu. Annars vegar suðurhluti Jótlands í Danmörku og hins vegar Mallorca.

Topp tíu listinn er svohljóðandi:

  • GDYNIA Pólland
  • KANARÍ Spánn
  • JÓTLAND Danmörk
  • MALLORCA Spánn
  • ALICANTE Spánn
  • LISSABON Portúgal
  • MALAGA Spánn
  • AÞENA Grikkland
  • SKAGEN Danmörk
  • TOSKANA Ítalía

Sjálfsagt er að brúka bókunarvél Fararheill hér að neðan til að skoða sig um. Þar er líka að finna sumarhús og villur til leigu á helstu stöðum.