Ý msu er eðlilegt að búast við á ferðum um sanda Egyptalands. Hvalir og önnur sjávardýr eru ekki hluti af því.
Það er engu að síður það sem fyrir augu ber í Wadi Al-Hitan dalnum þar sem leifar merkilegrar hvalategundar og annarra dýra sem í sjó og vatni lifðu liggja á víðavangi eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Dalurinn, hvers nafn þýðir Dalur hvalanna, er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem stórmerkur vettvangur. Bæði í þróun hvalastofnsins en ekki síður fyrir að vera eitt skýrasta dæmið um hversu miklum breytingum jörðin getur tekið á skömmum tíma.
Það er jú nákvæmlega ekkert sem bendir í fljótu bragði til til að einn þurrasti og heitasti staður jarðar, Sahara eyðimörkin, hafi nokkru sinni verið á bólakafi í sjó og þar hafi verið minnst þrjú risastór vötn sem öll voru stærri en stærstu vötn jarðar í dag.
Það er engu að síður staðfest af vísindamönnum nútímans og reyndar hægt að segja fyrir hvenær Sahara á ný breytist úr eyðimörk í sjó. Það eru reyndar fimmtán þúsund ár þangað til að öxull jarðar breytist þannig að Sahara fær á ný yfir sig regn og skúrir eins og áður fyrr.
Þangað til er hægt að virða fyrir sér leifar sjávardýranna í Hvaladal sem er dagsferð frá Kaíró og er ekki í hugum margra minna kraftaverk en bygging píramídana á Giza.