Skip to main content

B óndinn Beate Greithanner vissi ekki hvað hún átti að halda þegar ein kýr hennar féll niður í sprungu sem myndaðist fyrirvaralaust á miðju engi fyrir margt löngu. Í ljós kom þegar kúnni hafði verið bjargað að sprungan var þak 25 metra langra manngerðra ganga.

Ein göngin af tólf hundruð alls í Þýskalandi og Austurríki. Enginn veit til hvers þau voru notuð.

Ein göngin af tólf hundruð alls í Þýskalandi og Austurríki. Enginn veit til hvers þau voru notuð.

Vísindamenn og fornleifafræðingar eru engu nær um hvaða tilgangi yfir sjö hundruð slík handgrafin göng undir öllu Bæjaralandi og önnur fimm hundrað til viðbótar í Austurríki þjónuðu þrátt fyrir töluverðar rannsóknir en ýmsar getgátur eru á lofti.

Voru göngin sem flest eru aðeins 20 til 50 metra löng grafreitir, tilbeiðslustaðir eða flóttagöng frá kastölum? Ekki finnst stafur um þau eða hlutverk þeirra í gögnum og sökum þess hve mörg þeirra eru þröng geta þau vart hafa verið notuð til geymslu matvæla né sem híbýli fólks. Þykir þó sannað að flest séu þau gerð á tíundu og elleftu öld.

Að þessu reyna menn nú að komast samkvæmt Spiegel sem fjallar um göngin undarlegu sem ganga undir heitinu Erdstall og eru fyrir löngu orðin hluti af þjóðsögum um allt Bæjaraland. Þannig trúa því margir að álfar búi í slíkum göngum. Slík göng hafa einnig fundist á stöku stöðum í Frakklandi og á Írlandi.

Minnst einn aðili býður ferðafólki upp á skoðunarferðir um slík göng. Það gerir Vinzez Wösner, eigandi gistihúss Wösner, í Münzkirchen í Scharding héraði í Austurríki. Sjálfsagt að heilsa upp á kauða ef fólk er á faraldsfæti um þessar slóðir. Heimasíða hans hér.