Friedrichshafen er líkast til vart í ferðaáætlunum margra sem til Þýskalands fara en það gæti þó breyst því þessi þýska borg er að komast á kortið eftir að tvö lágfargjaldaflugfélög hófu regluleg áætlunarflug til flugvallar borgarinnar fyrir nokkrum árum.

Borgin stendur við Bodensee vatn nálægt landamærunum við Sviss og Austurríki og þar búa um 60 þúsund manns. Náttúrufegurð er mikil kringum vatnið og töluvert landslag allt í kring. Þá eru í borginni nokkur söfn sem eru forvitnileg en borgin sjálf sem slík er lítt fyrir augað og verðskuldar ekki langt stopp.

Borgin er vinsæl meðal hjólreiðamanna enda land hér flatt að mestu og vegir breiðir og góðir. Fyrir utan bátsferðir um Bodensee er hjólreiðar sennilega næstvinsælasta iðja ferðamanna til borgarinnar.

Tvö söfn sérstaklega vekja athygli ferðalanga í Friedrichshafen. Annars vegar Zeppelin safnið, Zeppelin Museum, en hin frægu loftskip voru smíðuð í borginni. Saga Zeppelin er þekkt mörgum en á safninu má sjá upprunalegar teikningar og fyrstu hugmyndir um gerð slíks farkosts sem hlaut svo sviplegan endi.

Til umhugsunar: Hægt er að fara ferð með loftskipinu Zeppelin NT sé það á staðnum á annað borð. Óska þarf þó eftir slíku með fyrirvara og senda tölvupóst. Heimasíðan.

Ekki síðra safn og annað tileinkað flugfarkostum er Dornier safnið, Dornier Museum, en upphafsmaður þess fyrirtækis starfaði einmitt við framleiðslu Zeppelin áður en hann stofnaði Dornier flugvélaverksmiðjuna. Á safninu má sjá margar tegundir Dornier véla og er safnið mjög forvitnilegt.

[vc_facebook type=“standard“ el_position=“first“] [vc_tweetmeme type=“horizontal“] [vc_message color=“alert-info“]
[/vc_message] [vc_flickr title=“MYNDIR“ flickr_id=“1182934@N23″ count=“8″ type=“group“ display=“latest“ el_position=“last“]