Skip to main content

V ínframleiðsla í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum er ekki jafn heimsfræg og safinn sem bændur í Kaliforníu kreista úr berjum sínum ár hvert og selja í massavís en víngerð á sé þó hvergi lengri sögu vestanhafs en einmitt í Massachusetts. Í júlímánuði geta áhugasamir bragðað allt það besta á einum stað.

Ætíð gaman á vínkynningum og ekki síður í Massachusetts í Bandaríkjunum. Mynd Boston.com

Ætíð gaman á vínkynningum og ekki síður í Massachusetts í Bandaríkjunum. Mynd Boston.com

Þá fer fram Greater Boston Wine Festival í strandbænum Marshfield skammt frá Boston en þar kynna 30 helstu og bestu víngerðarmenn héraðsins vörur sínar fyrir almenningi. Ekki aðeins er hægt að bragða veigarnar á staðnum heldur er boðið upp á mat líka. Vínnámskeið fer einnig fram samhliða hátíðinni leiki hugur á að forvitnast um þann geira.

Hátíðin fer fram ár hvert og ávallt síðustu viku júlímánaðar. Miðar fást á staðnum svo engar áhyggjur af því.