S kíðaunnendum íslenskum hættir oft til þess þegar bóka skal næstu ferð í brekkurnar að líta um of til austurs. En með lágum fargjöldum til borga á borð við Toronto og Montreal opnast þar leiðir á fjandi fín skíðasvæði þar líka.
Samkeppni er í fluginu til beggja ofangreindra borga þessi dægrin og eðli máls samkvæmt hafa fargjöld lækkað þá leiðina. Hjá Wow Air er hægt að komast fram og aftur allt niður í 35 þúsund krónur en rúmlega 40 þúsund lægst með Icelandair þegar þetta er skrifað. Að auki flýgur Air Canada reglulega á milli.
Báðar borgir vel heimsóknar virði og þokkalega ódýrar svona miðað við verðlag á heimaslóðum.
Báðar státa líka af hreint ágætum skíðasvæðum í aðeins klukkustundar fjarlægð ef sá gállinn er á fólki. Það töluvert minni keyrsla en til þarf ætli fólk að skíða í Ölpum Evrópu.
Sjálfsagt að skoða þetta í þaula því þó ekki séu skíðasvæðin hér fimm stjörnu þá eru þau flest töluvert betri en það besta sem er í boði hérlendis. Staðir á borð við Sommet Olimpia, Mont Blanc eða Owl´s Head í grennd við Montreal og Blue Mountain, Glen Eden og Horseshoe Resort nálægt Toronto.
Allir staðir með brekkur sem henta ungum sem öldnum og velflestir að bjóða lyftupassa og dagskort á bærilegu verði líka.