E flaust eru fyrir því margar gildar ástæður fyrir að spekingar fyrri alda ákváðu að gera létt verk flókið og koma fyrir heilu bæjunum á bjargbrúnum og snarbröttum fjallstindum.Kannski sáu þeir fyrir sér að einn góðan veðurdag þætti aðkomufólki mikið til koma og sé svo höfðu þeir rétt fyrir sér.

Því verður ekki neitað að aðdráttarafl bæja sem byggðir eru á þverhníptum björgum er töluvert enda nákvæmlega engum sem dettur í hug að byggja á þann veg í dag. Er þeim nokkur vorkunn sem búa á slíkum stöðum þegar og ef snjór og hálka gera vart við sig. Þá er líklegt að hafa þurfi töluvert betra auga með börnum sem á slíkum stöðum búa.

Hér eru fimm ægifagrir bæir sem einmitt eru staðsettir á bjargtanga ef svo má að orði komast. Staðir sem engum lofthræddum einstaklingi dytti í hug að setja sig niður. Staðir sem engu að síður eru stórkostlegir.

  • Éze, Frakkland
Ekkert að útsýninu en vart spennandi í frosti og hálku. Mynd Rosarín

Ekkert að útsýninu en vart spennandi í frosti og hálku. Mynd Rosarín

Skammt frá borginni Nice í Frakklandi situr bærinn Éze tiltölulega einmana á háum fjallstindi með stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir og Miðjarðarhafið. Ferðalangar hafa fyrir löngu áttað sig á stórkostlegheitunum og er hér kjaftfullt alla daga á sumrin. En þess virði samt.

  • Cuenca, Spánn
Pant ekki búa á efstu hæðinni. Mynd lecercle

Pant ekki búa á efstu hæðinni. Mynd lecercle

Nokkur hluti borgarinnar Cuenca á Spáni stendur við gil eitt mikið. Hafa sumir arkitektarnir verið húrrandi mökkaðir þegar ákveðið var að byggja með þeim hætti sem sést á myndinni. Og hverjum datt í hug að hafa svalirnar úr tré?

  • Meteora, Grikkland
Hvar skyldi nú vera pláss fyrir eins og eitt klaustur? Mynd cod_gabriel

Hvar skyldi nú vera pláss fyrir eins og eitt klaustur? Mynd cod_gabriel

Það skal viðurkennt að hér er um svindl að ræða enda reisulegar byggingarnar á toppnum í bænum Meteora í Grikklandi aðeins klaustur en ekki bær í sjálfu sér. Ljóst má þó vera að enginn munkur hljóp neitt í fýlu á þessum stað og hafnaði heitum sínum.

  • Bonifacio, Frakkland
Stutt í sund en kannski ekki ráðlegt að labba einn heim eftir drykkju. Mynd sramses177

Stutt í sund en kannski ekki ráðlegt að labba einn heim eftir drykkju. Mynd sramses177

Bærinn Bonifacio stendur eins mikið til suðurs á eynni Korsíku í Miðjarðarhafinu og mögulega er komist eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Samt er ekki eins og plássið vanti mikið á þeirri ágætu eyju.

  • Ronda, Spánn
Best að byggja bæinn báðu megin gilsins og byggja svo stórkostlega brú á milli. Mynd Chodaboy

Best að byggja bæinn báðu megin gilsins og byggja svo stórkostlega brú á milli. Mynd Chodaboy

Einn af þeim stórkostlegu stöðum á Spáni sem fer merkilega lítið fyrir þegar auglýstar eru Spánarferðir. Ronda borg er ein sú allra skemmtilegasta að heimsækja og margar merkar minjar er þar að finna. Bæði kvikmyndaleikstjórinn Orson Welles og rithöfundurinn Ernest Hemingway gerðu báðir borgina að sinni þegar þeir dvöldu á Spáni.