Þ að er engin tilviljun að strandlengjan spænska Costa del Sol hefur oftar en ekki hin síðari ár verið kölluð Costa del Golf.

Það er vandfundið annars staðar í heiminum 300 kílómetra breitt belti þar sem velja má úr 60 tiltölulega fyrsta flokks golfvöllum. Í nýlegri viðamikilli úttekt á golfvöllum Spánar meðal ferðamanna kom í ljós að fimm þeir bestu eru allir á Costa del Sol.

Golf

Fjöldi valla á Costa del Sol er með ólikindum og bætast nýir við árlega

Costa del Sol er svo kölluð strandlengjan frá Torre del Mar, um 30 kílómetrum austan við Malaga, til Gíbraltar klettsins magnaða. Þó er það svo undarlegt að fáir af þessum 60 völlum standa við sjóinn eins og víða gerist annars staðar heldur eru þeir flestir örlítið inn í landi. Kannski ekki svo undarlegt enda landverð við sjó á þessu svæði afar dýrt og það má vera verulega dýr hringurinn á slíkum völlum.

Það kemur hins vegar ekkert að sök enda segir sig sjálft að vandlátustu kylfingar finna eitthvað við sitt hæfi meðal 60 valla. Þar er allt frá púttvöllum fyrir byrjendur til eins frægasta vallar Evrópu og allt þar á milli.

Eðli málsins samkvæmt eru ferðskrifstofurnar íslensku þokkalega duglegar að bjóða ferðir hingað og næg er eftirspurnin sérstaklega yfir vetrartímann. Þó hafa Spánverjarnir farið halloka gagnvart ferskari áfangastöðum á borð við Tyrkland enda hefur verðlag á Spáni hækkað talsvert hin síðari ár. Fyrir tíu árum síðan þótti dýrt að punga út fimm þúsund krónum fyrir hring á góðum golfvelli. Í dag má sá teljast lukkunnar pamfíll sem finnur slík kostakjör.

Benda má þeim á sem vilja ferðast á eigin spýtur að mörg fyrirtæki sérhæfi sig í að gera vel við golfferðamenn og geta sett saman hvaða dagskrá sem er með litlum tilkostnaði. Sé hugmyndin að spila völl á borð við Valderrama, sem að öðrum ólöstuðum er sá besti í Evrópu að margra mati, er vænlegast að reyna að fá rástíma gegnum slík fyrirtæki. Best er að senda óskir á fleiri en eitt slíkt fyrirtæki og bera saman enda er þannig hægt að spara talsverðar upphæðir.

Nokkur slík fyrirtæki:

www.golf-service.com

www.golfmalaga.com

www.golf4uspain.com

Þrír bestu golfvellir Spánar samkvæmt könnun Euroresidentes:

Þessi er svar Evrópu við Ágústa velli Bandaríkjanna og þykir ekki síðri enda komast þar að mun færri en vilja. Helst er það utan háannatíma sem fölbleikir Íslendingar geta komist að einn hring eða svo en völlurinn er afar krefjandi og nýliðar í greininni finna fyrr pirring en fyrstu holuna. Hámarks forgjöf eru 24 fyrir karlmenn og 32 fyrir kvenmenn. Hver hringur kostar milli 40 og 50 þúsund krónur eftir árstíma.

Hér er um gamla völlinn að ræða og er hann stórkostlegur viðureignar. Á sama skala og Valderrama hvað erfiðleikastuðulinn varðar og jafnvel miðlungsgóðir kylfingar lenda hér í bölvuðum vandræðum hvað eftir annað. Hámarksforgjöf (gamli) 24 karlmenn, 32 kvenmenn. Hver hringur kostar milli 18 og 24 þúsund krónur eftir árstíma.

  • San Roque (www.sanroqueclub.com)

Nýi völlurinn er ekki mikið síðri en sá gamli en brautir eru breiðari og hann er almennt auðveldari viðureignar. Enda leyfist háforgjafarfólki aðgangur að honum að öllu jöfnu. Hámarksforgjöf 28 karlmenn og 32 kvenmenn. Hver hringur kostar milli 14 og 16 þúsund krónur eftir árstíma.