H vort hljómar nú betur í þín eyru: meðalbíll í vikutíma fyrir 60 þúsund krónur eða sams konar bíll í vikutíma fyrir 28.000 krónur?

Það er lygilega mikill verðmunur á bílaleigubílum í Flórída.

Það er lygilega mikill verðmunur á bílaleigubílum í Flórída.

Þarna töluverður verðmunur jafnvel þó upphæðirnar sem um ræðir séu nú ekki háar. En þetta er í grunninn meðalverðmunur á að leigja bílaleigubíl í Orlando, Fort Lauderdale eða Miami hjá stórum þekktum bílaleigum eins og Sixt, Alamo eða Avis og minni spámönnum á borð við Fox, Value eða E-Z rent a car. Óhætt er að gera ráð fyrir að sparnaður nemi 20 til 60 prósent.

Einhver kann að vantreysta þessum litlu og hugsa fremur um öryggi þess að skipta við þekktan aðila en þegar öllu er á botninn hvolft er munurinn oftast lítill sem enginn. Sömu tryggingar og ábyrgðir gilda um leigu bíla hjá þeim þekktu og þeim minna þekktu. Því þjóðráð að gera verðsamanburð áður en bíll er negldur.

Gullna reglan að taka myndir af bílaleigubíl fyrir leigu og aftur við skil og eiga þannig sönnun að skrámur eða skemmdir séu engar. Þetta á ekki síður við um stóru fyrirtækin sem litlu en slíkt kemur oftar en ekki í veg fyrir vesen og misskilning erlendis.