F átt eitt segir af bænum Alcobaça á vesturströnd Portúgal. Tiltölulega lítill og venjulegur en af og til á tyllidögum fyllist hér allt af ferðafólki. Þó ekki erlendum gestum heldur Portúgölum sjálfum.

Það er risaplús í bókum ritstjórnar Fararheill en kannski er fólk ekkert endilega sammála því. En við byggjum það á þeirri einföldu staðreynd að Íslendingar sjálfir ferðast ekki beint á sömu staði og útlendingar hér heima. Við vitum oft um mun yndislegri staði. Dittó fyrir Portúgala.

Hvað er þá svona eftirsóknarvert í Alcobaça? Við þurfum að fara aftur til ársins 1152 til að fá botn í það.

Þá ákvað þáverandi konungur landsins, Afonso Henriques, að færa þakkir fyrir mikilvægan sigur sinn á herjum Mára við bæinn Santarém sem liggur aðeins innar í landinu. Þakkirnar voru bygging risaklausturs, Mosteiro de Santa María, og kirkju hér í Alcobaça sem enn þann dag í dag er sú stærsta í Portúgal.

Klaustrið mikla varð fljótlega eitt hið ríkasta í landinu og hróður þess barst langt út fyrir landsteina. Eðlilega kannski enda klaustursbyggingin tilþrifamikil og gotnesk klausturskirkjan ekki síður. Vel þess virði að eyða þar tíma og jafnvel staldra hér við einhverja daga.

En þar með lýkur ekki sögunni. Það er í klaustrinu sem líkamsleifar annars fyrrum konungs, Pedro I, liggur sem og unnustu hans, hefðarstúlkunnar Inés de Castro en saga þeirra er vafalítið einn frægasti harmleikur Portúgal.

Kynntust skötuhjúin þegar Pedro var enn prins en hún af spænskum ættum og Afonso fjórði, faðir Pedro, meinaði honum með öllu að giftast henni vegna ótta við að með því kæmust Spánverjar til valda í landinu á ný. Pedro virti óskir föðurins að vettugi og þau giftu sig á laun. Konungur missti sig alveg þegar hann fregnar það og sendir hermenn til að myrða stúlkuna sem og þeir gera. Pedro bjó um harm sinn í hljóði um tveggja ára skeið þangað til Afons dó og Pedro tók við konungsdæminu. Skipti engum sköpum að Pedro lét sækja þá menn er myrt höfðu konu hans og lét rífa úr þeim hjartað en þó ekki áður en kista Inésar var opnuð og morðingjar hennar þvingaðir til að kyssa líkamsleifar hennar hátt og lágt.

Hér er uppi á háu holti gömul kastalabygging sem lítið eimir af en af toppnum er alveg makalaust útsýni sem gerir tiltölulega erfiða gönguna þess virði.

Í maí ár hvert fer fram landsþekkt tónlistarhátíð í bænum og lítill markaður er starfræktur hvern mánudag í miðbænum. Er þá í raun upptalið það sem Alcobaça getur boðið ferðamönnum nema ef vera skyldi afar fínar strendur við bæinn og ekki síst svo afslappandi andrúmsloft að ef heimamenn gætu flutt það út væru þeir ríkir menn.

Allgóðir veitingastaðir hér og hótelin hreint ágæt. Plús að stutt er á strendurnar fögru.

Til umhugsunar: Líklega óþarfi að nefna en það er bær í Brasilíu sem ber sama nafn.Fátt eitt segir af bænum Alcobaça á vesturströnd Portúgal. Tiltölulega lítill og venjulegur en af og til á tyllidögum fyllist hér allt af ferðafólki. Þó ekki erlendum gestum heldur Portúgölum sjálfum.

Það er risaplús í bókum ritstjórnar Fararheill en kannski er fólk ekkert endilega sammála því. En við byggjum það á þeirri einföldu staðreynd að Íslendingar sjálfir ferðast ekki beint á sömu staði og útlendingar hér heima. Við vitum oft um mun yndislegri staði. Dittó fyrir Portúgala.

Hvað er þá svona eftirsóknarvert í Alcobaça? Við þurfum að fara aftur til ársins 1152 til að fá botn í það.

Þá ákvað þáverandi konungur landsins, Afonso Henriques, að færa þakkir fyrir mikilvægan sigur sinn á herjum Mára við bæinn Santarém sem liggur aðeins innar í landinu. Þakkirnar voru bygging risaklausturs, Mosteiro de Santa María, og kirkju hér í Alcobaça sem enn þann dag í dag er sú stærsta í Portúgal.

Klaustrið mikla varð fljótlega eitt hið ríkasta í landinu og hróður þess barst langt út fyrir landsteina. Eðlilega kannski enda klaustursbyggingin tilþrifamikil og gotnesk klausturskirkjan ekki síður. Vel þess virði að eyða þar tíma og jafnvel staldra hér við einhverja daga.

En þar með lýkur ekki sögunni. Það er í klaustrinu sem líkamsleifar annars fyrrum konungs, Pedro I, liggur sem og unnustu hans, hefðarstúlkunnar Inés de Castro en saga þeirra er vafalítið einn frægasti harmleikur Portúgal.

Kynntust skötuhjúin þegar Pedro var enn prins en hún af spænskum ættum og Afonso fjórði, faðir Pedro, meinaði honum með öllu að giftast henni vegna ótta við að með því kæmust Spánverjar til valda í landinu á ný. Pedro virti óskir föðurins að vettugi og þau giftu sig á laun. Konungur missti sig alveg þegar hann fregnar það og sendir hermenn til að myrða stúlkuna sem og þeir gera. Pedro bjó um harm sinn í hljóði um tveggja ára skeið þangað til Afons dó og Pedro tók við konungsdæminu. Skipti engum sköpum að Pedro lét sækja þá menn er myrt höfðu konu hans og lét rífa úr þeim hjartað en þó ekki áður en kista Inésar var opnuð og morðingjar hennar þvingaðir til að kyssa líkamsleifar hennar hátt og lágt.

Hér er uppi á háu holti gömul kastalabygging sem lítið eimir af en af toppnum er alveg makalaust útsýni sem gerir tiltölulega erfiða gönguna þess virði.

Í maí ár hvert fer fram landsþekkt tónlistarhátíð í bænum og lítill markaður er starfræktur hvern mánudag í miðbænum. Er þá í raun upptalið það sem Alcobaça getur boðið ferðamönnum nema ef vera skyldi afar fínar strendur við bæinn og ekki síst svo afslappandi andrúmsloft að ef heimamenn gætu flutt það út væru þeir ríkir menn.

Allgóðir veitingastaðir hér og hótelin hreint ágæt. Plús að stutt er á strendurnar fögru.

Til umhugsunar: Líklega óþarfi að nefna en það er bær í Brasilíu sem ber sama nafn.