Skip to main content

Þ að fyrsta sem fólk sem ætlar að heimsækja West Edmonton Mall þarf að gera áður en lagt er í hann er að taka frá næsta sólarhringinn eða svo. Ella þarf fólk að koma aftur og aftur og aftur og aftur.

800 verslanir, skautasvell, skemmtigarðar, næturklúbbar, söfn, kvikmyndahús og er þá fátt eitt talið. Mynd ericzhu

800 verslanir, skautasvell, skemmtigarðar, næturklúbbar, söfn, kvikmyndahús og er þá fátt eitt talið. Mynd ericzhu

Löngum var mikið spenna meðal Íslendinga á leið til Minneapolis og spennan snérist nánast alfarið um tækifæri til að versla í hinni gígantísku Mall of America sem þar er staðsett. Þó erfitt sé kannski að trúa þá er sú verslunarmiðstöð nánast kettlingur miðað við West Edmonton Mall.

Í hverju felst munurinn á þessum tveimur? Fyrst og fremst er West Edmonton Mall miklu stærri. Um 500 verslanir er að finna í Mall of America en í þeirri í Edmonton eru þær rúmlega 800 talsins. Til að gefa hugmynd þá eru tæplega hundrað verslanir í allri Smáralind.

Það tekur sem sagt lungann úr einum degi bara að labba hér um án þess að kíkja inn í eina einustu verslun. Detti menn inn í þær reglulega eða stoppi og skoði sædýrasafnið eða ævintýragarðana sem hér eru um allt þyrfti viku til að komast yfir allt.

En langi fólk að prófa allt sem hér finnst er vikan sennilega of skammur tími. Hér er gríðarstór vatnsleikjagarður með öldusundlaug og alls kyns vatnsrennibrautum. Hér er kvikmyndahús á stærð við Ekvador og IMAX þar meðtalið. Einir fjórir næturklúbbar eru í byggingunni þyrsti fólk í skemmtun eftir verslunarferðina. Sædýrasafn og þemagarðar eru hér nokkrir, stórt skautasvell og minigolf finnst hér líka svo ekki sé minnst á klifurstofu fyrir áhættufíkla. Allt þetta burtséð frá öllum hundrað veitingastöðunum og uppákomunum sem hér eru reglulega.

Verðlag er sæmilegt heilt yfir. Verðlag er á svipuðum slóðum eða aðeins lægra en við eigum að venjast heimavið á Íslandi en hér skemmir fyrir að Edmonton er skattaparadís á kanadískan mælikvarða og verðlag tekur mið af hærri tekjum borgarbúa en annars staðar í landinu.

Til að komast hingað bíllaus er ekki vandamál. Hingað aka strætisvagnar úr öllum hverfum borgarinnar. Sjá má hér að neðan hvaða vagnar fara til og frá miðborgarsvæðinu.

5001: 23 Mill Woods, 100 Downtown, 111 Downtown, 113 Jasper Place, 133 South Campus.
5012: 109 Downtown, 122 Westmount, 129 Westmount.

Heimasíðan hér með öllum helstu upplýsingum.