L andslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt skrifaði skáldið ástsæla Tómas Guðmundsson og hitti svo rækilega naglann á hausinn að úr blæddi á eftir.

Þessa speki skáldsins má heimfæra á bæi og borgir líka nema ef vera skyldi þessa átta staði í veröldinni þar sem nafngiftin er að líkindum til trafala. Nei, annars, ekki að líkindum heldur pottþétt til trafala 🙂

Hér eru nokkur af fáránlegustu/undarlegustu staðarnöfnum sem ritstjórn Fararheill hefur rekist á gegnum tíðina.

  • Intercourse – Pennsylvaníu, Bandaríkjunum
Í smábænum Intercourse finnst eitt hótel. Það heitir Best Western Intercourse. Intercourse þýðir samfarir eða kynmök á engilsaxnesku. Mynd Sonny Cohen

Í smábænum Intercourse finnst eitt hótel. Það heitir Best Western Intercourse. Intercourse þýðir samfarir eða kynmök á engilsaxnesku og nafnið því Bestu vestrænu samfarirnar Mynd Sonny Cohen

  • Hell – Stjørdal, Noregi
Helvíti er á jörðu hvað sem prestum finnst. Nánar tiltekið í Lånke héraði í Noregi. Mynd Eiving Barstad

Helvíti er á jörðu hvað sem prestum finnst. Nánar tiltekið í Lånke héraði í Noregi. Engum sögum fer af sérstakri reiði guðs vegna þessa. Mynd Eiving Barstad

  • Dildo – Nýfundaland, Kanada
Pósthúsið í bænum Dildo er sagt fá undarlegar fyrirspurnir hvaðaæva úr heiminum. Mynd S.e.b

Pósthúsið í bænum Dildo er sagt fá undarlegar fyrirspurnir hvaðaæva úr heiminum. Vart þarf að taka fram að dildo á enskri tungu stendur fyrir tippatitrara.Mynd S.e.b

  • Miserable Island – Tasmaníu, Ástralíu
Af myndum að dæma er fátt eymdarlegt við Miserable eyjuna. Þvert á móti virðist hún þokkalega yndisleg

Af myndum að dæma er fátt eymdarlegt við Miserable eyjuna. Þvert á móti virðist hún þokkalega yndisleg. Kannski sama trixið og Íslendingar reyndu; kalla land fráhrindandi nafni til að blekkja ferðafólk

  • Regret – Verdun, Frakklandi
Hvort það er eftirsjá að bænum Regret eða hvort fólk sjái eftir að hafa komið þangað skal ósagt látið.

Hvort það er eftirsjá að bænum Regret eða hvort fólk sjái eftir að hafa komið þangað skal ósagt látið.

  • Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch – Anglesay, Wales
Þessi bær hefur átt í erfiðleikum með að markaðssetja sig sem fyrsta flokks áfangastað þrátt fyrir góðar samgöngur.

Þessi bær hefur átt í erfiðleikum með að markaðssetja sig sem fyrsta flokks áfangastað þrátt fyrir góðar samgöngur.

  • Horneytown – Norður Karólínu, Bandaríkjunum
Þeim sögum fer af þessum ágæta bæ að eitthvað annað en ruðningsbolti sé helsta dægradvölin

Þeim sögum fer af þessum ágæta bæ að eitthvað annað en ruðningsbolti sé helsta dægradvölin

  • Shag Island – Indlandshaf, Ástralíu
Ástralir eru fremstir meðal jafningja þegar kemur að hentugum og lýsandi nöfnum. Engin hefðbundin útgerð er stunduð hér

Ástralir eru fremstir meðal jafningja þegar kemur að hentugum og lýsandi nöfnum. Engin hefðbundin útgerð er stunduð hér