L andslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt skrifaði skáldið ástsæla Tómas Guðmundsson og hitti svo rækilega naglann á hausinn að úr blæddi á eftir.
Þessa speki skáldsins má heimfæra á bæi og borgir líka nema ef vera skyldi þessa átta staði í veröldinni þar sem nafngiftin er að líkindum til trafala. Nei, annars, ekki að líkindum heldur pottþétt til trafala 🙂
Hér eru nokkur af fáránlegustu/undarlegustu staðarnöfnum sem ritstjórn Fararheill hefur rekist á gegnum tíðina.
- Intercourse – Pennsylvaníu, Bandaríkjunum

Í smábænum Intercourse finnst eitt hótel. Það heitir Best Western Intercourse. Intercourse þýðir samfarir eða kynmök á engilsaxnesku og nafnið því Bestu vestrænu samfarirnar Mynd Sonny Cohen
- Hell – Stjørdal, Noregi

Helvíti er á jörðu hvað sem prestum finnst. Nánar tiltekið í Lånke héraði í Noregi. Engum sögum fer af sérstakri reiði guðs vegna þessa. Mynd Eiving Barstad
- Dildo – Nýfundaland, Kanada

Pósthúsið í bænum Dildo er sagt fá undarlegar fyrirspurnir hvaðaæva úr heiminum. Vart þarf að taka fram að dildo á enskri tungu stendur fyrir tippatitrara.Mynd S.e.b
- Miserable Island – Tasmaníu, Ástralíu

Af myndum að dæma er fátt eymdarlegt við Miserable eyjuna. Þvert á móti virðist hún þokkalega yndisleg. Kannski sama trixið og Íslendingar reyndu; kalla land fráhrindandi nafni til að blekkja ferðafólk
- Regret – Verdun, Frakklandi

Hvort það er eftirsjá að bænum Regret eða hvort fólk sjái eftir að hafa komið þangað skal ósagt látið.
- Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch – Anglesay, Wales

Þessi bær hefur átt í erfiðleikum með að markaðssetja sig sem fyrsta flokks áfangastað þrátt fyrir góðar samgöngur.
- Horneytown – Norður Karólínu, Bandaríkjunum

Þeim sögum fer af þessum ágæta bæ að eitthvað annað en ruðningsbolti sé helsta dægradvölin
- Shag Island – Indlandshaf, Ástralíu

Ástralir eru fremstir meðal jafningja þegar kemur að hentugum og lýsandi nöfnum. Engin hefðbundin útgerð er stunduð hér