Óráð að leggjast til sunds við strendur Flórída á næstunni

Óráð að leggjast til sunds við strendur Flórída á næstunni

Eflaust hefðu fáir heilvita menn geð til að stinga sér ofan í sundlaug sem í væru þungmálmar, seyra, ókunnug ertandi eiturefni og undarleg bleikleit kvoða hér og þar í lauginni. Þetta bíður þín ef þú dembir þér í sjóinn við Flórída þessa dagana. Kaninn er meistari að hugsa hlutina ekki til enda og er gnótt … Continue reading »

Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Colorado

Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Colorado

Það er alltaf pínulítið sexí að gista fjarri alfaraleiðum og ekki skemmir ef allir vegir til og frá lokast reglulega vegna ófærðar. Svo er toppurinn náttúrulega ef undarlegir hlutir fara að eiga sér stað þegar kemur að háttatíma. Ekki alveg jafn tilþrifamikið og Overpass hótelið í Shining en tilkomumikið samt. Mynd Clarissa Peterson Fjöldi fólks … Continue reading »
Og ekki er Icelandair að rokka neitt til Chicago

Og ekki er Icelandair að rokka neitt til Chicago

Þrátt fyrir að flugfélagið Icelandair hafi gegnum tíðina oftar en ekki okrað og fiffað eins og eigandi Adam á Skólavörðustíg hefur flugfélagið undanfarin ár stöku sinnum verið samkeppnishæft í flugi. En ekki er það raunin til Chicago sumarið 2017. Nú er sumarið langþráða að ganga í garð og þó fjölmargir hafi skipulagt sín ferðalög sumarið … Continue reading »

Mount McKinley ekki lengur hæsta fjall Norður Ameríku

Mount McKinley ekki lengur hæsta fjall Norður Ameríku

Mount McKinley í Alaska er ekki lengur hæsta fjall Norður Ameríku. Fjallið fræga hefur þó ekki lækkað neitt að ráði heldur hafa bandarísk stjórnvöld breytt formlegu nafni þess. Mount McKinley fjall heitir nú Denali fjall en það er upphaflegt heiti fjallsins meðal þeirra frumbyggja sem hér bjuggu þegar hvíti maðurinn kom og slátraði þeim er fyrir … Continue reading »

Icelandair kemur illa út til Minneapolis þetta sumarið

Icelandair kemur illa út til Minneapolis þetta sumarið

Einhvers staðar á farsæla Fróni myndi fólk aldeilis tryllast á samfélagsmiðlum yfir 123 prósenta verðmun á sömu eða svipaðri vöru. Það er akkurat mesti verðmunurinn á flugi með Icelandair annars vegar og Delta Airlines hins vegar til Minneapolis og heim aftur í sumar. Við kíktum á fargjöld Icelandair og Delta til Minneapolis en það er … Continue reading »

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Það fer mikið fyrir djammi, djúsi, skemmtigörðum og tilbúinni afþreyingu víðast hvar í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Öllu minna fyrir því sem líklega er eitthvað það allra skemmtilegasta sem hægt er að gera í sólskinsríkinu: heimsókn í þjóðgarð. Flórídafylki eitt og sér er ekki ýkja stórt en mörgum bregður í brún að í fylkinu finnast hvorki … Continue reading »

Og nú verður okkur líka bannað að taka tölvur með í flug til Bandaríkjanna

Og nú verður okkur líka bannað að taka tölvur með í flug til Bandaríkjanna

Fasistinn og fávitinn Donald Trump gerir það ekki endasleppt. Fregnir herma að frá og með þessari viku verði Íslendingum sem og öðrum þeim er fljúga frá Evrópu til Bandaríkjanna bannað að hafa tölvur af nokkru taginu með í farþegarými. Slíkt bann hefur verið um skeið á alla farþega flestra flugfélaga sem fljúga beint til Bandaríkjanna … Continue reading »

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Það þekkja allir sem sótt hafa sundlaugar hérlendis og rekist á erlenda ferðamenn að þeim er mörgum, enn þann dag í dag, meinilla við að sturta sig og þrífa áður en haldið er út í laugar eða potta. Sérstaklega virðist þetta vandamál hjá bandarískum ferðalöngum sem eru spéhræddir með afbrigðum. Þess vegna á ekki að … Continue reading »

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Að fara alla leið til Flórída í Bandaríkjunum og ekki njóta strandlífs á þeim aragrúa stranda sem þar er að finna er jafn fáránlegt og að kaupa ekkert kaffi í Kólombíu eða fá sér engan ís á ferð um Grænland. En að gamni slepptu er strandlífið í Flórída minna spennandi en margur heldur. Nánar tiltekið … Continue reading »

Wow Air tekur slaginn til Chicago en byrjar ekki vel

Wow Air tekur slaginn til Chicago en byrjar ekki vel

Það er einhvern veginn lágmarkskrafa þegar lággjaldaflugfélag hefur samkeppni við hefðbundið flugfélag á einni og sömu leiðinni að lággjaldaflugfélagið bjóði lægra verð en hinn aðilinn. En ekki á það við um ferðir Wow Air til Chicago í Bandaríkjunum. Wow Air tilkynnti í dag um sína tíundu flugleið vestur um haf og í þetta sinn til … Continue reading »