Wow Air næstum bandarískur meistari í kvörtunum

Wow Air næstum bandarískur meistari í kvörtunum

Markaðsmaður ársins, Skúli Mogensen, getur nú farið að halda enn eitt partíið. Flugfélag hans, Wow Air, er annað versta erlenda flugfélag í Bandaríkjunum. Mogensen þykir móðins hjá fjölmiðlum á klakanum hvers fjölmiðlamenn bera óttablandna virðingu fyrir ríku fólki og því þarf hinn danskættaði aldrei að svara hörðum spurningum hérlendis. Hann þarf aðeins að brosa á … Continue reading »

Leyndardómsfullur bar í Boston þykir fremstur í flokki

Leyndardómsfullur bar í Boston þykir fremstur í flokki

Áfengisþyrstir einstaklingar þurfa litlu að kvíða í Boston í Bandaríkjunum. Samkvæmt Yelp eru ekki færri en 350 barir í borginni allri. Þess vegna er það nokkuð afrek við slíkar samkeppnisaðstæður að einn bar sérstaklega þykir fremri en hinir. Enn merkilegra er að þann bar finnur enginn sem ekki er sérstaklega að leita. Barinn sá er … Continue reading »

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Það þekkja allir sem sótt hafa sundlaugar hérlendis og rekist á erlenda ferðamenn að þeim er mörgum, enn þann dag í dag, meinilla við að sturta sig og þrífa áður en haldið er út í laugar eða potta. Sérstaklega virðist þetta vandamál hjá bandarískum ferðalöngum sem eru spéhræddir með afbrigðum. Þess vegna á ekki að … Continue reading »

Svo börnin dýrka Vidda og Bósa ljósár? Þá óvitlaust að stoppa hér

Svo börnin dýrka Vidda og Bósa ljósár? Þá óvitlaust að stoppa hér

Þeir eru orðnir rúmlega tuttugu ára gamlir báðir tveir en betra seint en aldrei. Viddi kúreki og Bósi ljósár, aðalsöguhetjur hinna vinsælu Toy Story kvikmynda, eru loks að fá sinn eigin skemmtigarð. Nýr skemmtigarður Disney-samsteypunnar opnar í sumar við hlið þeirra sem fyrir eru á risastóru skemmtigarðasvæði fyrirtækisins við Lake Buena Vista í Flórídafylki í … Continue reading »

Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Kolóradó

Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Kolóradó

Það er alltaf pínulítið sexí að gista fjarri alfaraleiðum og ekki skemmir ef allir vegir til og frá lokast reglulega vegna ófærðar. Svo er toppurinn náttúrulega ef undarlegir hlutir fara að eiga sér stað þegar kemur að háttatíma. Ekki alveg jafn tilþrifamikið og Overpass hótelið í Shining en tilkomumikið samt. Mynd Clarissa Peterson Fjöldi fólks … Continue reading »
Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Að fara alla leið til Flórída í Bandaríkjunum og ekki njóta strandlífs á þeim aragrúa stranda sem þar er að finna er jafn fáránlegt og að kaupa ekkert kaffi í Kólombíu eða sleppa ísnum á ferð um Grænland. En að gamni slepptu er strandlífið í Flórída minna spennandi en margur heldur. Nánar tiltekið ekki strandlífið … Continue reading »

Heimsins stærsti og skemmtilegasti matarslagur
Svona sparar þú tugþúsundir á bílaleigubíl vestanhafs

Svona sparar þú tugþúsundir á bílaleigubíl vestanhafs

Á vinsælum flugvöllum í Bandaríkjunum getur munað allt að 60 % á verði bílaleigubíls eftir því hvort sá er leigður á flugvellinum við komuna eða á öðrum stað

Frelsisstígurinn í Boston með nauðsynlegu drykkjustoppi

Frelsisstígurinn í Boston með nauðsynlegu drykkjustoppi

Jafnvel þó erindi fleiri en færri til Boston í Bandaríkjunum sé að valsa um verslanir en ekki milli merkilegra minja á götum úti er eiginlega algjört lágmark að láta sig hafa rölt eftir hinum fræga Frelsisstíg einu sinni eða svo. Ókunnugir gera sér kannski ekki grein fyrir því en það voru atvik hér í Boston … Continue reading »