Mýtan um sólskinsdagana í Denver

Mýtan um sólskinsdagana í Denver

Í þau skipti sem Icelandair auglýsir flugferðir sínar til bandarísku borgarinnar Denver í Kolóradó er undantekningarlítið minnst á þá merku staðreynd að þar eru „300 sólskinsdagar á ári.“ Sem er að mestu innantóm steypa og markaðssetning. Það hljómar hreint dásamlega: 300 dagar af sólskini! Slíkur fjöldi sólskinsdaga setur meira að segja Kanaríeyjarnar í feitan skugga. … Continue reading »

Þess vegna er mars, apríl besti tíminn til að heimsækja Washington DC

Þess vegna er mars, apríl besti tíminn til að heimsækja Washington DC

Höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, er ekki allra en þangað auðveldlega komist í beinu flugi héðan. Þar þó eðli máls samkvæmt fjölmargt að skoða og upplifa og sú upplifun verður sirka tífalt betri en þú ert á þvælingi hér í mars eða apríl umfram aðra mánuði. Víst situr firrtur moðhaus í Hvíta húsinu í Washington DC … Continue reading »

Þrjátíu ár til að vitna hinn magnaða þjóðgarð Yellowstone

Þrjátíu ár til að vitna hinn magnaða þjóðgarð Yellowstone

Heimur versnandi fer. Þar með talið einhverjir mögnuðustu þjóðgarðar veraldar. Eins og til dæmis hinn einstaki Yellowstone í Bandaríkjunum. Einu gildir hversu mikið þú hatar sitjandi fávita og forseta Bandaríkjanna. Það breytir ekki því að risastórt landið á sína flottu punkta og einn sá flottasti er Yellowstone-þjóðgarðurinn sem nær til hvorki fleiri né færri en … Continue reading »

Besta leiðin frá L.A. til Las Vegas auk annars

Besta leiðin frá L.A. til Las Vegas auk annars

Viðurkenndu það bara! Þú ert ekki í Los Angeles bara til að vitna flott pálmatrén í Beverly Hills og dúllast á flottri ströndinni á Venice Beach. Þig langar líka að spreyta þig í spilavítunum í Las Vegas. Þá eru góð ráð oft dýr. Víst er hægt að leigja bíltík og skottast þær fjóru klukkustundir sem … Continue reading »

Empire State er svo gærdags. Þetta er málið í New York

Empire State er svo gærdags. Þetta er málið í New York

Það er ekkert leiðinlegt að standa á toppi Empire State byggingarinnar í New York og virða fyrir sér víðáttur borgarinnar atarna hvort sem er frá svölunum velþekktu á 86. hæð eða af 102. hæð. En nú ber skugga á. Skugga í orðsins fyllstu ef svo má segja. Útsýnispallur á einni af efstu hæðum One World … Continue reading »

Fínt stopp fyrir sælkera í Boston í júlí

Fínt stopp fyrir sælkera í Boston í júlí

Vínframleiðsla í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum er ekki jafn heimsfræg og safinn sem bændur í Kaliforníu kreista úr berjum sínum ár hvert og selja í massavís en víngerð á sé þó hvergi lengri sögu vestanhafs en einmitt í Massachusetts. Í júlímánuði geta áhugasamir bragðað allt það besta á einum stað. Ætíð gaman á vínkynningum og … Continue reading »
Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Kolóradó

Ekki öllum verður svefnsamt á þessu hóteli í Kolóradó

Það er alltaf pínulítið sexí að gista fjarri alfaraleiðum og ekki skemmir ef allir vegir til og frá lokast reglulega vegna ófærðar. Svo er toppurinn náttúrulega ef undarlegir hlutir fara að eiga sér stað þegar kemur að háttatíma. Ekki alveg jafn tilþrifamikið og Overpass hótelið í Shining en tilkomumikið samt. Mynd Clarissa Peterson Fjöldi fólks … Continue reading »
Kúkur víða í laugum vestanhafs

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Það þekkja allir sem sótt hafa sundlaugar hérlendis og rekist á erlenda ferðamenn að þeim er mörgum, enn þann dag í dag, meinilla við að sturta sig og þrífa áður en haldið er út í laugar eða potta. Sérstaklega virðist þetta vandamál hjá bandarískum ferðalöngum sem eru spéhræddir með afbrigðum. Þess vegna á ekki að … Continue reading »