Skip to main content
E

inhvern tímann fyrir ekki svo löngu hefði verið talið fráleitt að bjóða upp á beint áætlunarflug til borgarinnar Aberdeen á austurströnd Skotlands. Það var raunin hjá Flugfélagi Íslands um hríð en sú tilraun dó drottni sínum og kom engum hér á óvart.

Fráleitt vegna þess að Aberdeen er hvorki stór né stórmerkileg en ekki síður vegna þess að Íslendingar eiga ekkert mjög mikið að sækja þangað svona almennt. En sama má nú segja um Stafangur í Noregi sem var einnig áfangastaður Icelandair um hríð. Þessir tveir staðir eiga það sameiginlegt að vera miðstöðvar olíuiðnaðar í hvoru landi fyrir sig. Þar auðvitað töluverðir peningar í umferð.

Þar með ekki sagt að borgin og nágrenni sé gerilsneydd fallegum og forvitnilegum hlutum. Náttúrufegurð í Skotlandi mikil alls staðar.

Balmoral kastalinn

Þessi mikli kastali, einn sá stærsti í Skotlandi, er ekki í borginni sjálfri heldur í rúmlega klukkustundar fjarlægð uppBalmoral á hálendinu. Aberdeen er engu að síður næsta borg við kastalann fræga sem er eins og margir vita í eigu bresku konungsfjölskyldunnar sem oft á tíðum dvelur hér yfir sumartímann og fram á haust. Þann tíma eðlilega allt lokað en þess utan getur fólk skoðað hér mikla og stóra garða kastalans og næsta nágrenni. Þá er líka hægt að skoða hér danssal Balmoral sem er stærsta herbergið hér innandyra. Ekki er þó mögulegt að dansa neitt því hér er sýning í gangi á munum héðan með áherslu á sögu staðarins og kastalans. Bráðnauðsynlegt stopp fyrir aðdáendur konungsfjölskyldunnar. Í nágrannabænum Crathie er sérstök upplýsingastofa um Balmoral og hálendið og þar minjagripaverslun líka.  Heimasíðan.

Minningarsafn um Gordon hálandasveitina

Hjá ferðamálaráði Skotlands er mönnum svo annt um að ekki sé svindlað á ferðafólki að ráðið gefur sínar eigin goróháðu einkunnir um söfn landsins. Þetta safn hið eina í Aberdeen sem fær fullt hús stiga eða fimm stjörnur. Þetta er safn til minningar um frægustu hersveit Skota, Gordon hálendissveitina, sem barðist fyrir hönd Breta í stríðum víðs vegar í heiminum með góðum árangri. Forvitnilegt sannarlega en varla ómissandi nema fyrir Skota sjálfa . Heimasíðan.

Fangelsissafnið

Fangelsissafnið í miðborg Aberdeen er ein magnaðasta byggingin í borginni. Heitið á frummálinu er Tolbooth og er Tolboothhér safn í dag þó áður fyrr hafi þessi mikla bygging verið eitt alræmdasta fangelsi í Skotlandi. Hér fengu fangar ekkert þrjár máltíðir á dag og heimsóknir eftir óskum. Þvert á móti var dvöl hér sennilega meira á pari við að vera í helvíti. Aftur forvitnilegt en á engan hátt ómissandi. Hafa skal í huga að hér er engin þjónusta og heldur ekki klósettaðstaða fyrir gesti. Heimasíðan.

Ströndin

Það kemur fólki alltaf á óvart að finna gullnar strendur í köldum löndum á borð við Skotland. Oftast nær er þó um Aberdeen4manngerðar strendur að ræða eins og í Nauthólsvíkinni. Það er þó ekki raunin á Aberdeen Beach sem er geysifalleg bogalaga strönd við borgina og gullinn sandurinn verið hér frá örófi alda. Hann er þó smám saman að fjúka burt sem útskýrir ljóta varnargarða hér víða. Engu að síður dágóður staður að sumarlagi enda sjósundið vinsælt hér líka. Við ströndina er að finna skemmtisvæðið Queens Link þar sem finna má afþreyingu og verslanir.

Nikulásarkirkjan

Fallegasta kirkja borgarinnar er Nikulásarkirkjan, St Nicholas Kirk, sem auðfundin er í miðborginni. Hún er fallegSt Nicholas en frekar hefðbundin bresk kirkja og opin skoðunar þegar athafnir eru ekki í gangi. Heilagur Nikulás er æðstiprestur hér um slóðir sökum þess að Aberdeen var fram eftir öldum fiskimannaþorp og það var Nikulás sem gætti þess að sjómenn kæmu heilir heim.Kirkjan sögð vera byggð árið 1157 en margvíslegar endurbætur verið gerðr síðan þá og hún stækkuð töluvert.

Steinhofið

Steinhof í ýmsum stærðum og gerðum er að finna vítt og breitt um Bretlandseyjar og þeirra þekktast auðvitað easStonehenge í suðurhluta Englands. En slík mannvirki finnast líka á norðurslóðum og þar af nokkur nálægt Aberdeen. Engin þeirra mjög tilkomumikil eða stór en það sem kallast Easter Aquohorthies er þekktast þeirra í nálægð við borgina. Þangað er þó klukkustundar rúntur en fyrirbærið er við bæinn Inverurie til norðvesturs af Aberdeen.

Listasafn Aberdeen

Ekki er úr miklu að velja þegar kemur að listum og menningu í Aberdeen. Fyrst og fremst er Listasafn Aberdeen, ArtAberdeen Art Gallery við Schoolhill. Það safn bæði stærsta safna hér og mikilvægast með tilliti til muna safnsins sem flestir tengjast sögu Skotlands í einhverri mynd. Töluvert flott safn smíðahluta hér að sjá á borð við vopn og brynjur sem forvitnilegt er að skoða. Heimamenn eru að endurnýja safnið og ekki er búist við að það opni að nýju fyrr en árið 2017.

Sjómannsþorpið

Líkt og Reykjavík á sitt Grjótaþorp þar sem finna má mörg af elstu og fallegustu húsum og götum borgarinnar á FootdeeAberdeen líka svipað þorp. Það er sjómannsþorpið, Footdee, og er elsti hluti borgarinnar við höfnina. Heimamenn kalla þetta reyndar Fittie ef þú spyrð til vegar. Nú eru byggingar í Aberdeen ekki sérstaklega fallegar almennt en hér hafa íbúar gert sitt besta, skreytt garða sína og göngugötur eins og kostur er og skapað töluvert frábrugðna stemmningu en annars staðar í borginni. Hér nokkrir fínir veitingastaðir og alltaf stutt niður að höfn sem enn er þungamiðja Aberdeen þó fiskimenn deili þar nú plássi með skipum sem þjónusta olíuborpalla úti á hafi.

Hafsögusafnið

Sem fyrr segir er Aberdeen fyrst og fremst útgerðarbær og hann er það enn þó stór hluti útgerðar héðan nú sé hversMaritime kyns þjónusta við olíuborpalla í Norðursjó. Sagan sú er sögð í máli, myndum og módelum á Hafsögusafninu, Aberdeen Maritime Museum við Shiprow við höfnina. Flott safn og nýtískulegt en það er takmarkað hvað saga útgerðar og gamalla skipa heillar erlenda ferðamenn. Sérstaklega þegar þeir ferðamenn koma frá sjómannsbyggðum Íslands. Heimasíðan.

Leikhús hans hátignar

Kannski fallegasta byggingin í allri borginni utanfrá og hið glæsilegasta innanfrá er Leikhús hans hátignar, HisLeikhýs Majesty´s Theatre, við Rosemount Viaduct. Þetta er leikhús eins og þau gerast best og hér reglulega settar upp hinar ágætustu sýningar allan ársins hring. Þá kemur fyrir að hér séu opnar og ókeypis sýningar yfir sumartímann sem óhætt er að taka inn enda fanga leitað í sögu Skotlands og hálendisins fræga.