Þ egar þetta er skrifað eru formlega 1032 staðir á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna í 163 mismunandi löndum heims. Þar eru margir af fallegustu og merkilegustu stöðum heims. En ekki allir.

Sjón sögu ríkari :)

Sjón sögu ríkari 🙂

Líkt og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna er Heimsminjanefnd, UNESCO, of illa fjármögnuð til að valda starfi sínu 100 prósent. Það kostar nefninlega heilmikið að ákveða hvaða staðir heims falla undir að vera arfur mannkyns og utanumhald er mikið kringum alla þá starfsemi. Þá er heldur ekki gefið að staðir sem komast á listann fræga verði þar endalaust. Margt þarf að koma til og ekki síst að viðkomandi ríki sinni verndun þeirra staða sem um ræðir. Það meira en að segja í fátækum löndum.

Hér að neðan eru þrír einstakir staðir sem að okkar mati ættu að vera á þessum fræga lista og njóta verndar en eru ekki ennþá. Kannski verður það einn daginn en þangað til er til margt verra undir sólinni en heimsækja þá alla.

♥  Lake Hillier / Middle Island / Ástralía / Eyjaálfa

Í heiminum öllum finnast um sex bleik vötn. Vitað er hvers vegna fimm þeirra verða bleik en enginn vísindamaður hefur getað útskýrt hvað veldur því að Hillier vatn efst uppi á Miðeyju við Ástralíu er skærbleikt og hefur sennilega alltaf verið.

Í heiminum öllum finnast um sex bleik vötn. Vitað er hvers vegna fimm þeirra urðu bleik eða eru bleik en enginn vísindamaður hefur getað útskýrt hvað veldur því að Hillier vatn efst uppi á afskekktri Miðeyju við Ástralíu er skærbleikt og hefur sennilega alltaf verið.

♥  Bókasafnið í Celsus / Ephesus / Tyrkland / Evrópa

Eitt merkasta uppistandandi (að hluta) bókasafn heims er rómverska bókasafnið í Celsus í Tyrklandi. Byggt á annarri öld og í stíl Hadrían Rómarkeisara þetta bókasafn geymdi mikil menningarverðmæti um ár og aldir. Áhrifaríkt að staldra hér við og sjá hversu stórt og mikið það var í upphafi. Mynd Thom May

Eitt merkasta uppistandandi (að hluta) bókasafn heims er rómverska bókasafnið í Celsus í Tyrklandi. Byggt á annarri öld og í stíl Hadrían Rómarkeisara þetta bókasafn geymdi mikil menningarverðmæti um ár og aldir. Áhrifaríkt að staldra hér við og sjá hversu stórt og mikið það var í upphafi. Mynd Thom May

♥  Sigiriya hofið / Matale / Sri Lanka / Asía

Flottur klettur í frumskógi Sri Lanka. En komdu aðeins nær og þá vitnar þú meira en grjót og stein. Sigiriya er einn merkasti staður jarðar því á þessum mikla og áberandi kletti sem rís 180 metra upp í loft var heil höfuðborg fyrr á tímum. Þrep liggja upp á toppinn þar sem Kassapa konungur réði ríkjum nokkur hundruð árum fyrir Krist. Sá vildi lúxus og kom fyrir sundlaug á toppnum og lét færa listamenn þess tíma gera listaverk á veggi klettsins. Stórmerkilegur staður.

Flottur klettur í frumskógi Sri Lanka. En komdu aðeins nær og þá vitnar þú meira en urð og grjót. Sigiriya er einn merkasti staður jarðar því á þessum mikla og áberandi kletti sem rís 180 metra upp í loft var heil höfuðborg fyrr á tímum. Þrep liggja upp á toppinn þar sem Kassapa konungur réði ríkjum nokkur hundruð árum fyrir Krist. Sá vildi lúxus og kom fyrir sundlaug á toppnum og lét færa listamenn þess tíma gera listaverk á veggi klettsins. Stórmerkilegur staður.