Skip to main content

F orráðamenn Bata safnsins í Toronto í Kanada taka það alvarlega að leggja skóna á hilluna þó engir þeirra stundi mikið íþróttir. Bate safnið er nefninlega helgað skóm af öllum stærðum og gerðum og er að því talið er eina safn sinnar tegundar í heiminum.

Það eina sem vantar hér er hinn týndi skór Mjallhvítar.

Það eina sem vantar hér er hinn týndi skór Mjallhvítar.

Það hljómar kannski ekki ýkja spennandi að horfa upp á notaða og nýja skó í röðum í fleiri þúsund fermetrum en safnið nýtur engu að síður vinsælda og er eitt hið vinsælasta í borginni.

Þar má finna allt milli himins og jarðar tengt skóm og reyndar ýmislegt annað eins og sokkapar úr eigu Napóleóns, aldagamlir kínverskir reyrskór, egypskir sandalar frá fornöldum og stígvél Elvis Presley er meðal þess sem berja má augum hér og er þá fátt eitt nefnt því tæplega fjórtán þúsund munir eru hér til sýnis.

Óvitlaust að bregða undir sig betri fætinum hingað inn ef verið er að valsa um Toronto á annað borð. Jafnvel þó skófatnaður sé ekki hátt á óskalistanum þá að minnsta kosti hægt að gorta af því að hafa heimsótt þriðja undarlegasta safn Kanada samkvæmt lista hins víðfræga Condé Nast.