Þ ó smekkur fólks sé misjafn eru þeir fáir sem ekki þykir indælt að spóka sig um á götum Amsterdam í Hollandi og njóta þessarar tiltölulega stresslitlu höfuðborgar landsins. Það jafnvel svo gaman að fólk gleymir stundum að örskammt frá borginni eru ekki síður merkilegir staðir sem heimsókn verðskulda.

Þorpið Zaanse Schans er lítið annað en safn undir beru lofti en með þeim formerkjum að hér starfar fólk og dvelur raunverulega yfir sumartímann. Þannig fær safnið á sig blæ raunverulegs sautjándu aldar þorps. Mynd gags9999

Þorpið Zaanse Schans er lítið annað en safn undir beru lofti en með þeim formerkjum að hér starfar fólk og dvelur raunverulega yfir sumartímann. Þannig fær safnið á sig blæ raunverulegs sautjándu aldar þorps. Mynd gags9999

Reyndar gleymist það reyndar líka að allt í Hollandi er eiginlega í grenndinni ef svo má að orði komast enda landið oggulítið og engar vegalengdir hér taka á taugarnar.

Það á til dæmis við um þorpið Zaanse Schans til norðausturs frá höfuðborginni sem er í 20 til 50 mínútna fjarlægð frá aðallestarstöðinni í Amsterdam eftir því hvaða fararskjóti er valinn. Rútur, strætisvagn og lest í boði og meira að segja vinsælt að hjóla alla leiðina enda hjólastígar alla leið og það að hluta meðfram ánni Zaan.

Það er einmitt á bökkum þeirrar sömu ár sem fólk finnur Zaanse Schans og hana auðvelt að finna enda brjóta gamalsdags vindmyllur upp sjóndeildarhringinn þegar nær dregur. Sem sennilega eru einhverjar best varðveittu vindmyllur í Hollandi öllu.

Zaanse Schans er nefninlega í raun safn en ekki raunverulegt þorp þó auðvelt sé að láta blekkjast. Allar byggingar þorpsins sem flestar eru frá sautjándu eða átjándu öld hafa verið gerðar upp af mikilli natni og ást og eru kostulegar að sjá. Ekki síður er merkilegt yfir sumarmánuðina að hér starfar fólk og býr eins og ekkert sé sjálfsagðara og með því móti fær safnið á sig blæ raunverulegs þorps sem tíminn hefur gleymt en ekki bara vel varðveittra bygginga á safni undir beru lofti.

Annars er ekki langt í argasta nútíma ef fólki þykir nóg um. Hinu megin árinnar stendur bærinn Zaandam þar sem líka má eyða stundarkorni án þess að leiðast nein ósköp.

Zaanse Schans – Teaser from Drone Addicts on Vimeo.