Þ að þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir góðum bar í neinum hverfum Barcelóna borgar. Þeir skipta þúsundum og sérstaklega í miðborginni eru ansi margir ansi frábærir.

Einn af betri stöðum Barcelóna til skrafs, ráðagerða eða rómantíkur er útibarinn La Dolce Vitae. Sérstaklega að kvöldlagi er hér frábært að eyða stund.

Einn af betri stöðum Barcelóna til skrafs, ráðagerða eða rómantíkur er útibarinn La Dolce Vitae. Sérstaklega að kvöldlagi er hér frábært að eyða stund.

Í Barcelóna er gott að elska og þó borgin sé ekki sérstaklega þekkt fyrir rómantík má hér finna nokkra bari sem alveg eru tilvaldir fyrir alla á biðilsskóm eða elskendur á venjulegum skóm ef út í það er farið.

Ritstjórn Fararheill hefur sérstakt dálæti á börum með útsýni og í Barcelóna er fjöldi slíkra staða sem vert er að gera sér sérstaka ferð til. Ekki síst með ást og hlýju í hjarta.

> DOS CIELOS  –  Ekki bar per se heldur einn allra besti veitingastaður borgarinnar með aldeilis frábært útsýni og afar smekklegt útisvæði á 24 hæð. Fokdýr staður og aðeins hægt að komast hingað með því að panta borð en það er bara aldeilis þess virði. Besta útsýnið í bænum ef frá er talið útsýni frá toppi Sagrada Familia kirkjunnar.  Hotel Me Barcelona Pere IV 276-286.

> PULITZER BARCELONA  –  Annað hótel en þetta er betur staðsett í miðborginni. Á efstu hæð er frábær bar og matsölustaður með asísku ívafi. Fyrsta flokks drykkir en verðið er í hærri kantinum. Calle Bergara 8.

Það eru glettilega margir þakbarir í Barcelonaborg.

Það eru glettilega margir þakbarir í Barcelonaborg.

> LA DOLCE VITEA  – Sé hægt að tala um hjarta Barcelóna þá er þessi staður í hjarta Barcelóna. Efsta hæð lúxushótelsins Majestic og barinn eftir því. Æðislegt útsýni yfir miðborgina og Sagrada Familia er ekki dónalegt að skoða héðan með katalónskt cava í hendi. Hér er þó aftur tiltölulega dýrt að versla. Paseo de Gracia 68.

> MIRABLAU  –  Ólíkt fyrrnefndum stöðum er þessi veitingastaður/bar ekki ýkja merkilegur og maturinn hér fær engin verðlaun. Hann er líka töluvert frá borginni upp í hæð Tibidabo og þarf að taka leigubíl á staðinn til að lenda ekki í vandræðum. Það sem hins vegar gerir staðinn frábæran er útsýnið en héðan er hægt að sjá alla borgina í öllum sínum ljóma. Sérstaklega er fallegt yfir að líta þegar kvölda tekur. Töluvert ódýrari en hinir staðirnir. Carrer de Manuel Arnús 2.